Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 14
annan farangur, sem þar var skilinn
eftir.
Dimmviöri var og afleit færð, en
Grímsvatnahópurinn komst þó langt
áleiðis, og tjölduðu þeir þá fyrst, er
þeir hugðu sig vera komna í námunda
við gosstöðvarnar. Um kvöldið birti
upp með hörkufrosti. „Það sem mest
bar á í umhverfinu voru tveir svartir
vikurhólar, sem stungu mjög í stúf við
hvítan jökulinn og titruðu af hitaupp-
streymi í frostbitrunni, en að baki
þeim reis gufumökkurinn frá gos-
stöðvunum.
Nóttina eftir féll loftvogin ákaflega,
og jafnframt brast á hvassviðri með
miklum fannburði.
Næstu tvo daga lágu þeir félagar
veðurtepptir í hörkustórhríð, en 2.
maí birti skyndilega upp, og fóru þeir
þá allir út að gosstöðvunum. En áður
en þeir næðu aftur til tjaldsins var
brostin á blindhríð að nýju. Ekki tókst
þeim félögum að komast niður í sjálfa
Grímsvatnakvosina. En þeim heppn-
aðist að gera ýmsar athuganir og taka
allmikið af myndum, og eru nokkrar
þeirra prentaðar í áðurnefndu riti dr.
Nielsens.
Enn voru þeir veðurtepptir í
vonskuhríð 3. maí, en hinn 4. sáu þeir
sér ekki fært að bíða lengur við eld-
stöðvarnar. Þröngt var orðið um vist-
ir, svo að þeir urðu að draga við sig
matinn. Þeir tóku sig því upp og lögðu
af stað. Eftir 7 klukkustunda ferð rof-
aði svo til, að þeir sáu í Þórðarhyrnu
og gátu tekið rétta stefnu. Daginn eft-
ir (5. maí) komust þeir 10 km áleiðis.
Þriðja daginn, 6. maí, skánaði veðrið
ögn upp úr hádegi, en engu að síður
var snjókoma og skafrenningur. Þótt-
ust þeir þá vera komnir í námunda við
forðabúrið, og fundu þeir það, með
nokkrum naumindum þó, hinn 7. maí.
Tjaldið var fennt í kaf, en það yddi á
eina merkjastöngina og það dugði.
Þegar þeir höfðu mokað tjaldið upp,
fundu þeir þar auk vistanna, tveggja
daga gamalt bréf frá hópnum, sem fór
niður að jökulröndinni. Hann hafði
náð tjaldinu en ekki haft þar viðdvöl,
til þess að eyða ekki af vistunum, sem
þar voru. Grímsvatnafararnir tóku nú
hraustlega til matar síns, enda ekki
vanþörf á eftir margra daga erfiði og
sultarfæði. Síðan héldu þeir áfram
ferðinni án frekari dvalar. En veðrið
herti stöðugt, svo að þeir neyddust til
að tjalda upp úr hádegi. Hélst síðan
aftakaveður til kvölds og allan næsta
sólarhring, svo að ekki varð hugsað til
framhaldsferðar. En snemma dags 9.
maí skánaði veðrið svo, að þeir gátu
haldið áfram ferðinni. Sem snöggvast
rofaði svo til, að þeir gátu greint Há-
göngur, og um kvöldið komust þeir
loks niður úr hríðinni. Um hálfri
stundu síðar komu þeir auga á fjóra
menn á leið upp jökulinn. Þetta
reyndust vera félagar þeirra í leit að
þeim ásamt leiðsögumanni.
Þegar jaðarhópurinn kom niður að
Kálfafelli og sagði að Grímsvatnafar-
arnir væru ókomnir að birgðatjaldinu
eins og ætlað hafði verið, urðu menn
gripnir ótta um ferð þeirra. Fyrst
barst óttinn um sveitina en síðan til
Reykjavíkur og þá til Kaupmanna-
hafnar ekki löngu síðar. Virtist
hræðslan magnast eftir því sem fjær
dró vettvanginum.
Jafnskjótt og leiðangursmenn komu
niður að Kálfafelli heilu og höldnu
tókst að stöðva undirbúning að viða-
miklum leitarleiðangri af hálfu ríkis-
stjórnar íslands.
Ferðin til eldstöðvanna í Gríms-
vötnum varð þátttakendunum
ógleymanlegt ævintýri enda þótt veðr-
ið hefði gert hana að hálfgerðu „apríl-
hlaupi“.
Það féll Jóhannesi Áskelssyni í
skaut að skrifa frumlýsinguna af
132