Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 18
mikilli fannkomu. Við héldum kyrru fyrir en boruðum 8,5 metra djúpa holu í jökulinn, en fundum ekki ösku- lagið frá 1934. Þegar veðrið reyndist hið sama dag- inn eftir, þann 28. apríl, varð það að ráði, að Helgi Pálsson færi til byggða með hestana og með honum þrír menn aðrir með Miillerssleða, en það er sleði af Nansensgerð sem við keyptum í Reykjavík í sportvöruversl- un, sem norskur maður Muller að nafni, rak. Þeir höfðu með sér tjald, svefnpoka og nesti til ferðarinnar. Við vorum þá fimm eftir: Nilaus, Jóhannes og ég ásamt aðstoðarmönn- um okkar, Jóni og Þórarni frá Selja- landi við Hverfisfljót. Við vorum með tvö tjöld, stórt og lítið. í stærra tjaldinu sváfu Nilaus, Jón og ég, en Jóhannes og Þórarinn í hinu minna. Matseld og máltíðir fóru fram í stóra tjaldinu. Við höfðum eftir tvo Nansenssleða, til að flytja á far- angur. Við lágum þarna veðurtepptir í stórhríð í fjóra daga, en á fimmta degi, 3. maí, stytti upp stundarkorn, og þá grófum við stærra tjaldið upp og reistum það að nýju ofan á fannbreið- unni. Aðfaranótt 4. maí barðist tjaldið svo til, að við urðum að standa uppi og styðja við tjalddúkinn, svo að hann rifnaði ekki í veðurofsanum. Hinn 5. maí var krapahríð, því næst haglél og síðast rigning. Þá grófum við einnig litla tjaldið upp og reistum það að nýju ofan á nýsnævinu. Þá hafði alls fallið tveggja metra djúpur snjór frá því við tjölduðum fyrst. Daginn eftir, 6. maí, var enn storm- ur en birti til í norðri. Við fluttum far- angur okkar áleiðis í þremur áföngum og hlóðum honum í birgðastöð, en sátum næsta dag veðurtepptir í vonskuhríð. Að morgni hins 8. maí var vindur hægari en nokkur fannkoma. Þann dag komumst við 10 km áleiðis og tjölduðum á lágum hæðarhrygg vestur af Þórðarhyrnu. Morguninn eftir var stytt upp en skafrenningur. Við fórum og sóttum tvö þung sleðahlöss af far- angri en skildum tvo matarkassa eftir og merktum staðinn með langri bam- busstöng. Héldum síðan áfram með birgðasleðann til kl. 10 um kvöldið, en snerum þá aftur til tjaldanna í stinn- ingskalda og skafrenningi. Hinn 10. maí var aftur hríð og við veðurtepptir. Daginn eftir var logn og þoka. Eftir nokkurra klukkustunda strit gáfumst við upp á að ná til birgðastöðvarinnar og tjölduðum. Jó- hannes og Þórarinn vildu þó ekki gefa hana alveg upp á bátinn, en þeir sneru aftur í tjaldstað eftir um hálfrar stund- ar ferð, og áttu fullt í fangi með að rekja slóð sína til baka að tjaldinu. Skömmu eftir komu þeirra tók að hvessa, og næstu tvo daga var látlaus stórhríð og við veðurtepptir. Á krossmessudaginn, 14. maí, birti lítilsháttar, en brátt tók að blása úr suðvestri, og varð þá svo lítið skyggni, að okkur heppnaðist ekki að finna birgðastöðina, sem þó var aðeins í fárra kflómetra fjarlægð. En kl. 3 að- faranótt hins 15. maí birti, svo að Jó- hannes og Þórarinn hugðust ná birgðastaflanum. Þeim heppnaðist það enda þótt hann væri fenntur í kaf, en snjónum hafði svifað svo frá hon- um, að þeir komu auga á hann. Hlóðu þeir nú birgðakössunum á ný ofan á fannbreiðuna og merktu rækilega með stöngum, en tóku með sér það sem okkur vantaði sárast í tjaldstað. Við grófum því næst litla tjaldið upp og færðum það ofan á nýsnævið, og var það nú 1,5 m hærra en þegar það var reist. Að því búnu gerðum við stóra tjaldinu sömu skil. Meðan á upp- 136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.