Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 20
en Pálsfjall. Þar fann ég brotaberg og
einnig einskonar aðfærslurás að aust-
anverðu. Útsýnið af toppnum var
stórkostlegt. Meðal annars blasti allt
Grænalón við, nýtæmt eftir jökul-
hlaup.
Hinn 31. maí gekk ég upp á Vestari
Geirvörtu. Hún er einnig úr líparíti en
jökli hulin að mestu, og því lítið að
skoða.
Hinn 1. júní fluttum við okkur, þótt
færðin væri ill. Við tjölduðum fyrir
neðan Geirvörturnar á öldu, sem virt-
ist lík fleygboga í lögun séð ofanfrá.
Nilaus byrjaði að mæla tjörn með
leysingavatni, með því að setja upp
bambusstengur. Við lögðum af stað
þaðan kl. 6 síðdegis í átt að Græna-
lóni. En færðin á suðurkinn jökulsins
fór síversnandi, svo að við hlutum að
tjalda.
Að morgni 2. júní lögðum við af
stað í sólskini. Um nóttina hafði fallið
um 5 sm þykkur snjór ofan á krapa-
sullið frá deginum áður. Um hádegis-
bilið setti yfir þoku með úðaregni.
Við náðum að vestur- og suðurhlið
Grænalóns, og eftir því sem hentug-
leikar leyfðu, tókum við myndir af
ummerkjum hlaupsins. Jakaferlíki
stóðu á botni lónsins og strandlínan
fyrir hlaupið sást greinilega mörkuð af
snjónum. Komum í tjaldstað kl. 8 að
kvöldi.
Hinn 3. júní fóru Nilaus og Jón að
skoða jökulruðningana austur af tjald-
staðnum, en ég fór vestur um þá.
Hvarvetna var sterk brennisteinsfýla,
svo að útstreymi frá jarðhita hlýtur að
vera þar í grennd.
Enn vorum við veðurtepptir 4. júní
í slagveðursrigningu. Maríuerla kom
þó að tjaldinu til okkar.
Hinn 5. júní reyndum við að kanna
jökulölduna sunnan og austan við
tjaldstaðinn, sem ofanfrá séð virtist
hvfla á föstu bergi en svo reyndist þó
ekki. Meðan við vorum á heimleiðinni
hvessti mjög af austri og þegar að
tjaldinu kom, var Jón að hlaða skjól-
vegg úr snjó austan við tjaldið. Þá var
orðið svo hvasst að við réðum okkur
varla. Ofviðrið hélst alla nóttina, og
undir morguninn urðum við að fara út
til þess að styrkja skjólvegginn, en við
höfðum naumast lokið því, þegar
skyndilega lygndi. Við gengum þá að
litla skerinu vestan við Grænalón og
vorum þar allan daginn. Það er úr
móbergi og mikið gróið að sunnan-
verðu.
Hinn 7. júní var þoka með hagl- og
snjóéljum öðru hverju. Við byrjuðum
á að mæla aftur jökullónið, sem Nil-
aus mældi áður. Síðan héldum við
fram með norðurhlíð Eystrafjalls. Þar
rakst ég á hrauntaum, sem á upptök
undir jöklinum, en kemur fram undan
jökulröndinni. Einnig skoðaði ég lípa-
rítið við Bergvatnsá. Við urðum að
bera skíðin á bakinu heim í tjaldstað.
Næsta dag var niðaþoka með krapa-
hríð og gerði um 20 sm djúpan snjó,
svo að vonlaust var að hreyfa sig sakir
ófærðar. Við lágum því um kyrrt, og
nú tókum við Nilaus að bera saman
bækur okkar um það, sem borið hafði
fyrir augu við jökulröndina og hug-
myndir okkar um myndun móbergs-
ins.
Við komumst ekki að verki fyrr en
eftir hádegi daginn eftir en í norðan
stinningskalda héldum við þá áfram
að skoða móbergshnjúkinn, sem fyrr
var getið þangað til kl. 9 um kvöld-
ið.
Við tókum upp tjaldið og lögðum af
stað kl. hálf fimm um morguninn 10.
júní. Leið okkar lá fram hjá fyrsta
tjaldstað Nilauss og Jóhannesar. Þar
fundum við dráttaról úr stóra sleðan-
um og sáum af því, að samferðamenn
okkar höfðu komist heilu og höldnu
niður jökulinn. Guði sé lof. Við tók-
138