Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 40
þessum grynningum en jarðhiti hefur
ekki verið staðfestur þar svo vitað sé.
23 Utarlega í Hestfirði, Ögurhreppi.
Nokkru fyrir norðan girðinguna sem
nú liggur þvert yfir Hvítanesskagann
kallast Innritangar. Á um 80-100 m
svæði eftir fjörunni kemur 18-25°C
heitt vatn upp um samanlímda mal-
arhellu sem fer í kaf á flóði. Hvergi er
mælanlegt mikið vatnsrennsli en út
undan marbakkanum nyrst á svæðinu
nálægt stórum bollasteini er talsverð
hreyfing á sjónum sem bendir til
nokkurs vatnsstreymis. Að auki er þar
töluvert bólustreymi. Við Innritanga
voru bátar oft settir á veturna, enda
vök við landið sem gjarnan gufaði upp
af (Jón Benjamínsson 1979).
24 Hvítanes í Ögurhreppi. Yst á
Hvítanesinu austanverðu er Laugar-
vík. Úti í sjónum þvert yfir víkina í
stefnu á Landhólma eru heitar upp-
sprettur. Hitastig í þeim hefur ekki
verið mælt.
Nokkru sunnar en skammt fyrir
norðan Hvítanesbæinn hefur þjóðveg-
urinn verið lagður yfir vík. I fjörunni
niður undan veginum seytlar víða upp
25-30°C heitt vatn. Tvær laugar eru
helstar, Innrilaug og Ytrilaug og fara
báðar í kaf á flóði. í þeim var þvegin
ull áður fyrr. Heildarrennsli á svæðinu
er 0,5-11/s. (Jón Benjamínsson 1979).
25 Kleifar í Ögurhreppi. Við beygj-
una fyrir Skötufjarðarbotn, þar sem
þjóðvegurinn liggur yfir Kleifaós að
vestan, er nefnt Laugareyri. Þar mæl-
ist 9-12°C velgja í sandi sem flæðir yfir
þegar hásjávað er. (Jón Benjamínsson
1979).
26 Botn í Reykjafjarðarhreppi.
Nokkur hundruð metrum fyrir utan
íbúðarhúsið að Botni er volgra niðri í
fjöru og fer hún í kaf á flóði (Jón Sól-
mundsson 1959 og 1960).
27 Hörgshlíð í Reykjafjarðarhreppi.
Um 1-2 km fyrir innan bæinn að
Hörgshlíð, á milli Skeiðár og Saurn-
ess, er nefnt Laugahlíð. Víða með
hlíðinni kemur upp heitt vatn og á
einum stað hefur vatni, rúmlega 48°C,
verið veitt í steypta setlaug niður und-
ir fjöru. Norður af setlauginni er 30-
40 m svæði þar sem allt að 43,3°C
heitt vatn kemur upp um samanlímt
fjörugrjót, en þó einkum undan mar-
bakkanum úti í sjónum. Önnur útfell-
ingahella er 50-70 m utar með fjör-
unni en vatnið þar er ekki eins heitt.
Báðar þessar útfellingahellur fara að
mestu í kaf á flóði.
28 Reykjanes í Reykjafjarðar-
hreppi. Tvær víkur eru fyrir enda
Reykjaness. Heitir sú vestari Hvera-
vík og er niður undan heimavistar-
skólanum. Fyrir botni hennar og eins
eitthvað út með henni beggja megin
(aðallega þó austanmegin) eru miklar
útfellingar í fjörunni. Upp um glufur í
þessari útfellingahellu, sem kemur
upp úr á fjöru, streymir víða heitt
vatn. Eins streymir heitt vatn upp úti í
sjónum sem og undan útfellingahell-
unni og bólustreymi sést víða í sjón-
um. (Jón Benjamínsson 1979). Guð-
mundur Ingi Haraldsson (munnl.
uppl. 1987) mældi hæstan hita á þess-
um slóðum 88-90°C árið 1984.
Út af Hveravíkinni eru fjögur sker
(að öllum líkindum berggangur) sem í
eru hverir. Koma flest þeirra upp úr á
miklum fjörum, og það ysta ekki
nema á stórstraumsfjöru, en í því
mælist hæstur hiti. Ögerlegt er að
giska á heitavatnsrennsli frá þessu
svæði enda eru bæði hitastig og
rennsli háð sjávarstöðunni og hvort er
að flæða út eða að. (Jón Benjamíns-
son 1979). Skarphéðinn Ólafsson
(munnl. uppl. 1987) segir að bólu-
streymi sé umhverfis öll fjögur skerin.
Eins hefur hann orðið var við mikið
bólustreymi í sjónum 50 m fyrir utan
ysta skerið, en í því skeri hefur hann
158