Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 46

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 46
 Wi Dýpi 50- 100 150- 5. mynd. Dýptarmælisútskrift af jarð- hitasvæðinu við Kolbeinsey (42). Siglt var í vestur. Upp af hæðinni sem nær upp á 90 m dýpi rís strókur af gasbólum. Echo sounding from the Kolbeinsey geot- hermal field (42). The rise extends to 90 m below sea level. A plume of gas bubbles rises from its top. (Úr Hafrann- sóknir, 25. Hafrannsóknastofnunin 1982). er 60-65°C og rennsli innan við 0,5 1/s. (Trausti Einarsson 1942, Jón Sól- mundsson 1959 og 1960, Sigmundur Einarsson o.fl. 1979). 45 Syðstibær í Hrísey. Vestan á eyj- unni um 1 km fyrir norðan þorpið eru tveir jarðhitastaðir sem sjór flæðir yf- ir. Sá nyrðri er í fjörunni framan und- an borholum númer 1 og 4 og mælist hiti þar 16°C og 51°C í tveimur seyr- um. Um 150 m sunnar út af Kríunesi er 22°C volgra. (Grímur Björnsson og Ólafur G. Flóvenz 1985). 46 Hörgárgrunn í Eyjafirði. Hinn 29. júlí árið 1962 lenti varðskipið Mar- ía Júlía í festu á 97 m dýpi í Hörgár- grunnskantinum (65°49'N og 18°08'V). Um það sem kom upp með vörpunni úr festunni skrifaði Aðalsteinn Sig- urðsson í dagbók sína: „1 karfa volgir steinar úr kísil og leir (hverahrúður)." í fyrirspurnum á Hjalteyri og víðar við Eyjafjörð kannaðist fólk við að hafa heyrt eldra fólk hafa á orði að einmitt á þessum stað hefði fjörðinn aldrei lagt veturinn 1918. 47 Ysta-Vík í Grýtubakkahreppi. f skýrslu Orkustofnunar um jarðhita í nágrenni Akureyrar (Axel Björnsson og Kristján Sæmundsson 1975) er staðsetningu jarðhita í Ystu-Víkur- landi lýst með svofelldum orðum: „Á 40 faðma dýpi um 200-300 m undan Ystuvíkurhólmum“. Heimilda er ekki getið en í skýrslu um jarðvarmamat íslands (Guðmundur Pálmason o.fl. 1985) segir í athugasemdum: „Sést á dýptarmæli." Sigurður Hólmgrímsson bóndi í Ystu-Vík (munnl. uppl. 1983) segir það gamalla manna mál að vet- urinn 1918 hafi haldist auð vök á sjón- um út af Ystuvíkurhólmum í stefnu á Hjalteyri. Heyrt hefir hann að sjó- menn tali um, að í logni sjái þeir loft- bólur koma til yfirborðs sjávarins. Þá telur Sigurður að umræddur staður sé lengra undan landi en talið er í skýrslu Orkustofnunar. 48 Húsavík. í skýrslu Rannsókna- ráðs ríkisins (1944) er sagt að niðri í fjöru á svokallaðri Laugarhellu komi allt að 32°C heitt vatn upp um smá- 164

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.