Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 47

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 47
sprungur í klöppinni á 20-30 m löngu svæöi og er rennsli talið um 3 1/s. A þessum tíma var Laugarhella við norðurenda Húsavíkurþorps en er nú fyrir botni hafnarinnar. í skýrslu um jarðhitann við Húsavík (Jens Tómas- son o.fl. 1969) er getið um 28°C heitt vatn víða í fjörunni. Árið 1983 mældist 27,8°C heitast á þessu svæði og giskað á mun minna heitavatnsrennsli en áð- ur hafði verið gert. Fyrir norðan Húsavík niður undan Laugardalsnefi og Húsavíkurhöfða eru heitavatnsmigur í fjörunni á all- nokkrum kafla, ýmist í klappar- sprungum eða millilagi. í skýrslu Rannsóknaráðs ríkisins (1944) er mestur hiti sagður 63°C. Við dælu- prófanir úr einni sprungunni árið 1952 mældist hæstur vatnshiti 66°C (Jens Tómasson o.fl. 1969). Árið 1983 fór höfundur þarna um ásamt kunnugum manni en þá tókst ekki að finna heit- ara vatn en 54°C. 49 Bangastaðir í Kelduneshreppi. Undir Skeiðsöxl kemur allnokkuð af heitu vatni úr millilagi í fjörunni og um 100 m norðar er talið að sé volgra í fjörunni sem fari í kaf á háflæði. Á þessu svæði mældist 42^t3°C hiti árið 1964. (Aðalsteinn Sigurðsson, munnl. uppl. 1987). Nýverið mældist 49°C hiti á vatninu sem kemur úr millilaginu (Guðmundur Ingi Haraldsson munnl. uppl. 1986). 50 Lón í Kelduhverfí. Við Ytra- Lónið austanvert er jarðhitasvæði sem kallað er Laugar. Sagnir eru um að í upphafi þessarar aldar hafi þar mælst 82°C hiti. Við skarkolarannsóknir árið 1964 voru gerðar hitamælingar í Lón- inu sem bentu til jarðhita en flóðs og fjöru gætir í ísöltu lóninu (Aðalsteinn Sigurðsson 1965). Árið 1986 mældist hæstur hiti 50°C í sandbotninum í lón- inu. Hitans í botninum gætir á 300- 400 m belti með austurbakkanum allt að 200 m út í lónið. (Guðmundur Ingi Haraldsson og Gunnar V. Johnsen, 1986). Þá má geta þess að einhvers staðar norðan við Fjallahöfn herma sagnir að muni vera jarðhiti í fjöru- borðinu. 51 Skógalón í Kelduhverfi. í Skóga- lóni gætir flóðs og fjöru þótt lónið sjálft sé líklega innan við helmings blanda af sjó. Þegar fjarar út koma sjóðheitar leirur upp úr og mælist þar hæstur hiti 100°C, og er töluvert rennsli að sjá (Guðmundur Ingi Har- aldsson munnl. uppl. 1987). Valga- rður Stefánsson (1977) benti á að und- ir Öxarfirðinum gæti verið háhita- svæði. 52 Berufjörður. Við syðra landið innst í Berufirði myndast alltaf vök í lagnaðarís á sama stað. Er þetta gegnt Berufjarðarbæjunum, stutt innan við Reiðeyri. Vökin er nefnd Prestavök, en munnmæli herma að þar hafi drukknað prestur snemma á öldinni sem leið. Að líkindum hefur grynnkað með árunum á þessum slóðum vegna árframburðar en sjávardýpi er 1-2 m. (Bragi Gunnlaugsson munnl. uppl. 1988). Ekki er vitað hvað veldur vaka- mynduninni en hugsanlega gæti þar verið jarðhiti, gasstreymi eða grunn- vatnsrennsli. í því sambandi má geta þess að allmikið gasstreymi er í smá- tjörn um 3^1 km vestar, inni á svo nefndum Beitivöllum. Staðarins er fyrst og fremst getið hér vegna gruns fremur en fullvissu um jarðhita. 53 Út af Hálsum í Suðursveit. Við síldarrannsóknir á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni árið 1979 kom fram lóðning á fiskleitartækið grunnt út af Hálsum. Snúið var á lóðninguna sem við nánari skoðun reyndist vera bólu- streymi af 36 m dýpi. (Jóhannes Briem munnl. uppl. 1988). Botn er sendinn á þessum slóðum og naggar standa víða upp úr botnsetinu. Ekki 165

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.