Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 4

Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 4
154 NÁT T Ú RU F RÆ ÐINGURINN Mælingar á flatarmáli Surtseyjar frá og með 17. febr. 1964 eru allar gerðar af Landmælingum íslands undir stjórn Ágústs Böðv- arssonar og byggðar á flugmyndum teknum úr flugvél Landhelgis- gæzlunnar af Ágústi og aðstoðarmönnum hans. Það skal og fram tekið, að þessi annáls samantekt á lítið skylt við nútíma rannsóknir á eldgosum, sem framkvæmdar eru af bergfræðingum, efnafræðing- um og eðlisfræðingum, sem beita nýjustu tækni og tækjum við sínar rannsóknir. Við erum svo heppnir að hafa nú á að skipa færum yngri mönnum til slíkra rannsókna, þótt ekki hafi þeir enn öll þau tæki, sem æskilegt væri að þeir hefðu. Þeirra rannsóknir hafa óefað meira raunvísindalegt gildi en sá annáll, sem ég hef reynt að festa á hlöð, en það er þó enn nauðsynlegt að fylgjast einnig með sjálfri atburðarásinni, og forða henni frá gleymsku, ekki sízt þegar um er að ræða jafn sérstætt gos og Surtseyjargosið. Forboðar gossms. Fullyrða má, að Surtseyjargosið hafi komið öllum að óvörum, enda ekki vitað með vissu um neitt gos á þessum slóðum síðan sög- ur hófust. Þetta gos gerði og næsta lítil boð á undan sér. [arðskjálfta- mælir sá, sem staðsettur er á Kirkjubæjarklaustri, sýndi hræringar viku fyrir gosið, sem ef til vill er lrægt að setja í samband við upp- haf þess. í Suðurgarði í Heimaey varð vart brennisteinsþefs þrem dögum fyrir gosið og næstu daga og í Vík í Mýrdal varð einnig vart brennisteinsfýlu tveim dögum fyrir gosið og var talið, að vegna vindáttar væri ekki um fýlu frá Fúlalæk að ræða. Aðfaranótt 13. nóvembers var togarinn Þorsteinn Þorskabítur að hafrannsóknum um 2 sjómílur suðvestur af gosstöðvunum og var því þá veitt eftir- tekt að yfirborðshiti sjávar hækkaði skyndilega úr 7° C í 9.4° C, en lækkaði litlu austar jafnskyndilega aftur niður í 7° C. Bendir þetta allt til þess, sem raunar er næsta eðlilegt, að gosið hafi byrjað á sjávarbotni þó nokkru áður en það varð sýnilegt, en á gosstöðvunum fyrstu var sjávardýpi nærri 130 m og tekur að sjálf- sögðu nokkurn tíma að hlaða upp hrygg upp að sjávarmáli, enda þótt hryggur sá muni að líkindum hafa verið næsta hlíðbrattur. Er líklegt að hann hafi verið álíka hlíðbrattur og Surtluhryggurinn, sem hlóðst upp í árslok 1963. Mesti hlíðarhalli lians er tæpar 30° og samkvæmt því gæti rúmmál Surtseyjarhryggsins hafa verið orðið nálægt 15 millj. teningsmetra, þegar goss varð vart. Fyrstu vikur

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.