Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 15
N ÁT T Ú RU F RÆÐINGURINN
165
sígoshrinum fylgdu allmiklir skruðningar, öskufall var þessu sam-
fara og jókst gosmakarmagnið, er á leið hrinurnar, og bar þá minna
á gufunni. Fylgdu þá oft rniklar eldingar.
Sígoshrinurnar enduðu allajafna skyndilega, og varð þá algjört
hlé á gosinu, venjulega varaði það fáar mínútur, en stundum marga
klukkutíma (sbr. gosannálinn). Er gos byrjaði að nýju var það oft-
ast slitrótt sprengigos og gígurinn þá orðinn fullur af sjó upp að
sjávarmáli. Hafði þá sjórinn rofið rauf í rif það, sem hlaðizt hafði
fyrir gígskarðið, eða rifið rofnað vegna hruns niður í gígpípuna,
sem oft hafði víkkað vegna uppstreymisins meðan Jrað var sem
kröftugast. Meðan á uppstreyminu stóð var pípan þurr langt niður
og lóðréttum veggjum hennar ]rá hætt við hruni, þegar er þrýsting-
ur tók að minnka.
Þessi sígos voru smækkuð útgáfa af gosi Jrví í Vesúvíusi 6. apríl
1906, sem klassískt er orðið í lýsingu hins fræga eldfjallafræðings
Frank A. Perret.
Sumarið 1965 gafst oft tækifæri til Jress að fylgjast með háttum
Syrtlings frá Surtsey, en Syrtlingsgosið var smækkuð útgáfa af gos-
inu í Surti eldra. Línuritið á 6. mynd er byggt á mælingum mín-
um að kvöldi 24. ágúst 1965, og er dæmi um hegðun Syrtlings.
Tæki hafði ég ei utan sjónauka og stoppúr, og flokkunin í litlar,
stórar og meðal sprengingar er vitanlega ekki mjög nákvæm, en
allt um það hygg ég, að línuritið gefi nokkuð rétta mynd. Hæð
Syrtlings var um 50 m þann dag og í sígoshrinum náði dökkur gos-
malarstrókurinn venjulega sex til áttfaldri hæð hans — gufan steig
vitanlega miklu hærra — og í hæstu sprengingum náðu hraunkúlur
svipaðri hæð, en í þeim litlu sentust þær aðeins skammt upp fyrir
gígbarmana. Veður var fremur stillt þennan dag og sjó braut ekki
mikið við eyna, en rifið, sem í sígoshrinunum hlóðst upp í skarðið,
sem var á gígveggnum sunnanverðum, náði 5—6 m hæð undir lok
hrinanna, en virtist hrynja niður í gíginn, er þeinr lauk.
Svo sem fyrr getur urðu ekki miklar breytingar á bergkviku Eyja-
elda meðan á gosinu stóð og þær breytingar, sem urðu, voru frem-
ur í þá átt að minnka sprengimátt hennar en auka hann. Breyting-
arnar á háttum gossins voru því nær einvörðungu háðar því, hvern
aðgang sjórinn hafði að bergkvikunni, en það var háð veðri og
vindi og stærð þeirrar gosmalarkeilu, sem upp lilóðst. Vissulega
voru það mjög ólík gos, sprengigosið, sem var í Surtsey fyrstu mán-