Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 40
186
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
að flest mundi fara fyrir ofan garð og neðan hjá lesendum. Þó skal
reynt að segja í fáum dráttum frá niðurstöðum þeirra bergfræði-
legu athugana, sem gerðar hafa verið á Surtseyjarhraunum og ösku.
Því efni, sem komið hefur upp í Surtseyjargosinu má skipta í laus
gosefni og hraun. Efnafræðilega séð er ekki hægt að draga nein
skörp mörk milli þessara flokka og eini sjáanlegi munurinn á innri
gerð bergsins er sá, að askan er að mestu gler, enda snöggkæld
kvika, en hraunið inniheldur meira magn kristalla, þar sem kólnun
kvikunnar var mun hægari. Þessi skipting í laus gosefni og hraun
orsakast því ekki af efnafræðilegum eða mineralogiskum breyting-
um í kvikunni, heldur einungis af breyttum ytri aðstæðum, er sjór
náði ekki lengur að blandast kvikunni í gíghálsinum.
Ekki er auðvelt að leiða neinum getum að því, á hvaða dýpi
kvikuþró Surtseyjar liggur. Til samanburðar rná geta þess, að eld-
fjallafræðingar á Hawaii staðsettu jarðhræringar, sem stóðu í sam-
bandi við eldgos á Kilauea á 60 km dýpi, en engar sambærilegar
mæfingar eru til héðan. Hvað sem dýpinu líður má áætla, að efnið
í kvikuþrónni liafi upphaflega verið fullkomlega bráðið. Um það
leyti, sem gosið í Surtsey liefst, hafa myndast tvenns konar kristallar
í kvikunni, plagioklasar, sem voru allt að 10 cm í þvermál og smáir
kristallar af olivini. Strax á fyrstu dögum hraungossins hverfa pla-
gioklaskristallarnir, en magn olivinkristalla byrjar að aukast jafnt
og þétt. Þessi aukning á olivinmagninu heldur stöðugt áfram og
nær hámarki í síðustu goshrinum Syrtlings. Efnasamsetning bergs-
ins breytist einnig í samræmi við breytta steintegundasamsetningu.
Kísilsýra lækkar lítið eitt, sömuleiðis alkalimálmar, natrium og
kalium. Magnium hins vegar hækkar úr 8 í 15 af hundraði reiknað
sem magniumoxyð. Svipaðar breytingar verða á snefilefnainnihaldi.
Króm og nikkel hækka mjög mikið er líður á gosið, strontium og
zirkonium lækka hinsvegar, en kóbalt og yttrium standa í stað.
Ætla má að þau gosefni, sem snöggkælast vegna snertingar við
sjó í gígnum eða eftir stutt rennsli ofanjarðar gefi réttasta mynd
af ástandi kvikunnar í þrónni. Renni hraunið hins vegar um lengri
veg verður kólnunin hægari og kristöllun kvikunnar heldur áfram
með eðlilegum hætti. í Surtseyjarhraunum má finna mörg millistig
kristöllunar þar sem hraunið hafði runnið mislangan veg áður en
það náði til sjávar, og eins er hægt að finna berg, sem er fullkom-
lega kristallað. Með mælingu á magni hverrar kristaltegundar