Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 43
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
189
Rannsóknarverkefnin voru margháttuð og má flokka þau undir
landafræði, jarðfræði, jarðefnafræði, jarðeðlisfræði og líffræði.
Greinar um rannsóknir þessar eru nú teknar að birtast, m.a. í
Náttúrufræðingnum. Skýrsla á ensku um rannsóknirnar fram til
ársloka 1964 var gefin út af Surtseyjarnefndinni í fyrravetur og
önnur er væntanleg í vetur. Hér skal reynt að skýra nokkuð frá
rannsóknum, sem flokka má undir jarðeðlisfræði og ná til áhrifa
gossins á loft og sjó, ástands gosefnanna og viðbragða bergrgunns-
ins. Nokkuð af efni því, sem hér birtist, er sótt í áðurnefnda
skýrslu (Surtseyjarnefnd 1965).
Hœð gosmakkar.
Það er vel þekkt hér á landi, að öskugos koma þegar gýs undir
jökli, en hraungos þar, sem gýs á þurru landi. í öskugosum þeytist
verulegur hluti gosefnanna upp í loftið í smágerðu formi og getur
fallið niður langt frá gosstaðnnm. Auk þess streymir rnikil vatns-
gufa út í andrúmsloftið og rnyndar þar skýjabólstra, sem stíga hátt
til lofts. Þannig náði gosmökkurinn í byrjun Heklugossins síðasta
27 km hæð. í hraungosum fer aftur á móti mjög lítið af gosefninu
upp í loftið, Iteldur rennur það frá gosstaðnum sem bráðið hraun.
Að vísu losnar alltaf eitthvað af gasi úr hraunkvikunni, einkum
vatnsgufa, en magnið er óverulegt ntiðað við öskugosin.
Surtseyjargosið hefur sýnt svo ekki verður um villzt, hvað það
er, sem ræður úrslitum um, hvort eldgos birtist sem hraungos eða
öskugos. Það er utanaðkomandi vatn, sem hefur þau áhrif á hraun-
kvikuna, að hún sundrast í agnir, sem þeytast upp í loftið. Væntan-
lega sígur vatn inn í hraunkvikuna og leysist upp í henni undir
lráum þrýstingi, en veldur svo suðu þegar hraunkvikan nálgast
yfirborðið og hinn ytri þrýstingur minnkar, svipað og á sér stað við
opnun gosdrykkjaflösku. Suðan breytir hraunkvikunni í froðu og
jjeytir henni með miklu afli upp úr gígnum. Samfara þessu Iieyrist
þytur og þungur niður, en ekki sprengihvellir.
Talið er að glóandi hraunflygsur hafi náð yfir 2 km hæð í Surts-
eyjargosinu1) og bendir það til þess að útstreymishraðinn úr gígn-
um liafi verið a. m. k. 200 metrar á sekúndu. Beinar mælingar eftir
kvikmyndafilmum hafa gefið yfir 150 m/sek (Anderson o. fl. 1965).
1) Mælt af Lanclhelgisgæzlunni. Skv. upplýsingum frá Sigurði Þórarinssvni.