Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 44

Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 44
190 náttOrufræðingurinn í kraítmiklum goshrinum hreyfist allur gosmökkurinn upp á við í 10—20 sekúndur. Síðan fellur grófgerðari hluti gosefnanna til jarðar, en fíngerð aska berst áfram upp með gosskýinu. Loftið í gosskýinu hefur liitnað við hina nánu snertingu við gosefnin og heldur því áfram að stíga upp, þangað til eðlisþyngd þess er orðin jöfn eðlisþyngd loftsins umhverfis. Við þessar aðstæður má ætia að megnið af varmaorku gossins leiðist beint út í gufuhvolfið, en orkuframleiðslan hefur verið áætluð út frá framleiðslú fastra gos- efna fyrstu mánuði gossins, um 1018 erg/sek (Thorarinsson og Vonne- gut 1964), eða sem svarar 100 milljón kílówöttum. Upphitun þessi er viðlíka og upphitun sú, sem sólin veldur á heiðskírum sumardegi á svæði, sem er 10 km á kant, og getur ekki hjá því farið að slík upphit- un geri áþreifanlega vart við sig í gufuhvolfinu þegar hún kemur fram á einum stað. Mikið vatn í gígnum getur hindrað nána snertingu milli gos- efnanna og loftsins. Undir slíkum kringumstæðum getur gosið legið alveg niðri á milli goshrinanna, sem hefjast með því að vatnsflöturinn lyftist og blanda af vanti og gosefnum spýtist upp í loftið. Þessi grautur fellur svo aftur niður í gíginn eða á gíg- barmana, en gufuskýið, sem umlykur gosmökkinn, er svo þungt og vatnsmikið, að það sígur niður og veltur eftir jörðinni og sjón- um, þangað til það hefur losnað við nokkuð af þunga sínum og stígur upp. Við þessar aðstæður fer megnið af gosorkunni í að Iiita upp vatnið í gígnum. Þegar vatnið minnkar í gígnum, kemur að því, að upp úr honum streymir eingöngu gosefni og vatnsgufa, sem er ósýnileg vegna þess að hitastigið er svo hátt að engir vatns- dropar ná að myndast. Gosstrókurinn er því dökkur á að sjá, en eftir því sem mökkurinn stígur hærra og breiðist út, lækkar hita- stig hans og að því kemur, að gufan fer að þéttast. Þetta skeður oft um svipað leiti og hin grófgerðari gosefni taka að falla, og getur gosmökkurinn þá skyndilega skipt um lit og orðið að ljósleitu gos- skýi, en steinar, sem falla til jarðar, draga á eftir sér þokuslóða. Loks getur svo vatnsrennslið að gígnum stíflazt svo að hann verður þurr og þeytir án afláts þurri gosösku. Gosmökkurinn er þá allur dökkur neðantil, einnig hinn fallandi hluti hans, en ofar Jréttist gufan og stígur upp. Þetta eru oft kröftugustu gosin og fylgja þeim eldingar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.