Náttúrufræðingurinn - 1966, Qupperneq 52
198
NÁTTÚ RU FRÆÐINGURINN
mjög úr áhrifum gossins á kísilmagn sjávarins, þó er það mjög
hátt þar, sem hraun rennur í sjóinn.
Kísilmagn hafsins er yfirleitt nrjög lágt (minna en 1 mg í lítra), en
gegnir þó mikilvægu hlutverki í sambandi við lífið í sjónum. Mér er
ekki kunnugt um að áður hafi verið rannsökuð áhrif eldgosa á kísil-
magn sjávar, en niðurstaðan af rannsókn Unnsteins er sú, að sjón-
um bætist verulegt magn af kísil í gosi á borð við Surtseyjargosið.
Hingað til hefur verið litið svo á, að heimshöfin fái kísilmagn sitt
einkum með fersku vatni, sem í þau rennur, en vel má vera að eld-
gos hafi einnig sitt að segja í því efni.
Segulmœlingar.
Þegar gosið hófst, var segulmælingaflugvél frá rannsóknastofnun
Bandaríkjaflota staðsett á Keflavíkurflugvelli og vann að segul-
mælingum yfir Reykjaneshryggnum suðvestur í hafi. Þessi flugvél
flaug yfir gosstöðvarnar skömmu eítir að gosið hófst án þess að
verða vör neinnar óreglu í segulsviðinu á þeim slóðum. Flugvél
þessi fór héðan í desemberbyrjun, en kom aftur eftir áramótin til
mælinga á Surtseyjarsvæðinu. Mælingarsvæðið náði suður fyrir
Surtsey og nokkuð upp á land. Á sama tíma gerði brezkur leiðang-
ur frá Lundúnaháskóla segulmælingar með skipi, og einnig dýptar-
mælnigar, á takmörkuðu svæði suðvestur af Surtsey.
Mælingar þessar sýndu að segulsviðið var mjög jafnt á stóru
svæði umhverfis Surtsey og ekkert benti til þess að gosið eða að-
dragandi þess hefði haft nein álrrif á það.
Frá því haustið 1964 hefi ég öðru hverju gert seguhnælingar í
Surtsey og nágrenni. Mest var notaður prótónu-segulmælir, smíð-
aður á Eðlisfræðistofnun Háskólans, og mælir hann styrkleika seg-
ulsviðsins en ekki stefnu. Þegar mælingarnar hófust, var allur suð-
urhluti eyjarinnar hraun, en norðurhlutinn var ntyndaður í ösku-
gosinu úr lausum gosefnum, sem rignt hafði niður úr gosmekkin-
um.
Á hrauninu reyndist segulsviðið mjög truflað, en á norðurhluta
eyjarinnar gætti truflana sára lítið. Þrátt fyrir mishæðótt landslag
er segulsviðið þarna með því jafnasta, sem þekkist liér á landi, og
virðist gosmölin vera um 100 sinnum minna segulmögnuð en
hraunið. Utan við hraunjaðarinn dregur úr styrkleika segulsviðs-
ins á um 100 m bili, en á hraunjaðrinum er sviðið sterkt. Inni á