Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 57

Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 57
NÁTTÚRUFRÆÐINGUR] NN 203 gott samræmi við gang gossins. Þessar sveiflur sjást öðru hverju fram til marzloka 1964. Fyrsti jarðskjálftinn, sem öruggt má telja að stafi frá Surtsey, varð unr hádegisbilið hinn 17. desember. Hann mældist bæði í Reykjavík og á Klaustri, og á báðum stöðum kemur fjarlægðin heim við gosstaðinn. Síðan verða jarðskjálftar dagana 23. og 24. desember og 3. og 4. janúar, en allt eru þetta litlir kippir. Dagana 7.—10. janúar mældust alls 15 jarðskjálftar og nokkrir þeirra voru það sterkir, að þeir fundust í Vestmannaeyjum. Síðan varð vart við fáeina kippi fram til 1. febrúar, en þann dag mældust 11 jarð- skjálftar í Reykjavík og helmingi fleiri á Klaustri. Nokkrir þeirra fundust í Vestmannaeyjum. Þar með tekur fyrir jarðskjálfta, nema hvað mjög veikra skjálfta verður vart á Klaustri dagana 9. marz og 14. júlí, en þar sem þeir mældust ekki í Reykjavík er staðsetning- in ekki örugg. Engra teljandi jarðhræringa verður vart frá Surtsey um eins árs skeið meðan á hraunrennslinu stendur. Jarðskjálftar byrja þó aftur áður en hraungosinu líkur og á tímabilinu frá 9. til 20. maí 1965 mælast um fimmtán jarðskjálftar í Reykjavík. Mestir verða þeir

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.