Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1966, Qupperneq 58

Náttúrufræðingurinn - 1966, Qupperneq 58
204 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 19. maí, en hraunrennslið hætti hinn 17. Rúmum mánuði eftir að Syrtlingur tók að gjósa ösku, og eyja hafði myndazt, fór aftur að bera á hinum sérkennilegu sveiflum, í fyrsta skipti 3. júlí, og úr því nokkuð stöðugt fram undir miðjan október. Syrtlingur sást síðast gjósa 17. október, en sveiflurnar sjást áfram dag og dag allt til ársloka. Skömmu eftir að Syrtlingur hætti, hefjast jarð- skjálftar á nýjan leik, sá fyrsti 28. október. í nóvember koma síðan 14 jarðskjálftar, en enginn í desember. Frá 23. janúar til 11. apríl 1964 var jarðskjálftamælir starfræktur í Vestmannaeyjum af jarðhitadeild Raforkumálaskrifstofunnar. Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Pálmasonar koma allir jarð- skjálftakippir lram í Vestmannaeyjum, sem áður voru nefndir frá þessu tímabili, og margir í viðbót. Einnig eru stöðugu sveiflurnar mun greinilegri en bæði í Reykjavík og á Kirkjubæjarklaustri. 1. febrúar sýna línuritin frá Vestmannaeyjum yfir 30 jarðskjálfta- kippi. Síðan verður öðru hvoru vart við smá kippi fram til 1. marz. Engra jarðskjálfta verður vart um það leyti sem öskugosið hætti og hraungos tók við. Sveiflurnar gera meira og minna vart við sig megnið af tímanum, sem mælingin stendur yfir. Þær eru nrjög reglulegar og geta staðið langtímum saman án jress að nein veruleg breyting verði á útslaginu. 1. og 2. apríl liggja sveiflurnar niðri, en standa svo nokkuð samfellt fram til 9. apríl. Þegar tímadreifing jarðskjálftakippanna er borin saman við sögu gossins, kemur í ljós, að jarðskjálftar eru jafnan samfara tilfærslu á gosstaðnum. Það veldur þó nokkurri furðu, hve lítið ber á jarð- skjálftum í byrjun gossins. Ef til vill tákna hinir veiku kippir á Kirkjubæjarklaustri dagana 6.-8. nóvember byrjun gossins á hafs- botni. Hefur þá tekið það um viku að ná til yfirborðsins. Skjálft- arnir í desember og janúar gætu staðið í sambandi við Surtlugosið og flutning á milli gíga í Surtsey sjálfri. 1. febrúar opnast nýr gígur í Surtsey, sem síðar varð hraungígurinn, en einmitt þennan dag verða mjög margir jarðskjálftar. Þegar hraungosið hættir í maí 1965 og Syrtlingur byrjar, standa jarðskjálftar í nokkrar vikur, og það sama gerist þegar Syrtlingur lokast og gosið flyzt suðvestur fyrir Surtsey. Jarðtitringurinn eða sveiflurnar virðist aftur á móti standa í sambandi við gosið sjálft, einkum öskugos eða sprengigos. Þessar jarðhræringar byrja 21. nóvember, en þá er talið að sprengigos fær-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.