Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 59

Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 59
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 205 ist mjög í aukana (Einarsson 1965). 1. desember byrja sveiflurnar um kl. 13:10, samfara því að sprengigos hefjast eftir nokkurra stunda goshlé. Mjög virðist draga úr sveiflunum um það bil sem sprengigosin hætta og hraungos tekur við. Sveiflurnar koma aftur í ljós um það bil sem gosið í Syrtlingi hefur náð hámarki sumarið 1965. 4. september 1965 var gerður nákvæmur samanburður á gos- inu í Syrtlingi og jarðskjálftalínuritum frá Reykjavík. Virðast sveifl- urnar fylgja einstökum goshrinum og liristingi, sem þeim er sam- fara í Surtsey. Þar sem hinar háttbundnu sveiflur halda álram á meðan ekkert gos er sjáanlegt, þegar Syrtlingur er hættur að gjósa, geta þær ekki eingöngu orsakast af yfirborðshreyfingu gossins. Ef til vill getur hraunrennslið neðanjarðar skapað svona titring. Ýtarlegri upplýsingar um jarðskjálftana er að finna í skýrslum eftir Hlyn Sigtryggsson og Eirík Sigurðsson, og Guðmund Pálmason, sem birtast munu í ársskýrslu Surtseyjarnefndar fyrir árið 1965, en þeir hafa góðfúslega leyft mér að gera útdrátt úr skýrslum sínum áður en þær voru birtar. Hiti hraunsins og aðrir eiginleikar. í upphafi bar mjög lítið á bjarma lrá gosinu, og glóð sást yfirleitt ekki í gígnum eða gosmekkinum í fullri dagsbirtu, heldur aðeins eftir að dimma tók. Þá sáust glóandi hraunflygsur þeytast upp úr gígnum, og einkum var glóð þeirra áberandi er þær féllu niður á gígbarmana og splundruðust. Eftir að hraunið tók að renna, varð bjarminn frá gígnum mjög áberandi. Endurskin lians frá gufuský- inu, sem myndaðist yfir gígnum, gerði vel ratljóst í Surtsey að nóttu til, og glóð hraunsins var greinileg um hábjartan dag eins og glöggt má sjá á mörgum litmyndum. Á meðan á öskugosinu stóð mældi Trausti Einarsson prófessor nokkrum sinnum liitastig hraunflygsanna, með því að bera glóð þeirra saman við glóðarþráð í peru, og reyndist það 650—700°C. Eftir að hraunið tók að renna mældi hann einnig hitann í gígnum og hrauninu á sama hátt. Fáum dögum eftir að hraunrennslið byrjaði, mældist hitinn í gígnum um 900°C, fjórum mánuðum síðar 1000°C og aftur tveirn mánuðum síðar, eða um miðjan október 1964, 1070°C. Þá mældist hitinn við hraunjaðarinn einnig 1070°C. Um leið og Trausti mældi hitastigið við hraunjaðarinn með geislunarliitamæli, mældi ég það einnig með snertihitamæli, sent

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.