Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 60

Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 60
206 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN stungið er í hraunið, og gaf sá mælir 60 gráðum hærri niðurstöðu, eða 1130°C. Hitamælir þessi byggist á eiginleikum tveggja mis- munandi málmþráða, sem tengdir eru saman fremst í hitamælin- um, en milli hinna endanna skapast rafspenna, sem vex með hækk- andi hitastigi samskeytanna. í þessu tilfelli voru þræðirnir járn og konstantan, en þau efni eru ekki talin örugg til hitamælinga vfir 1000°C. Þá var fenginn 10 m langur „chromel-alumel“ hitamælir, þar sem þræðirnir eru innan í grönnu, sveigjanlegu stálröri, sent stungið er í bráðið hraunið. Með þessum hitamæli var hitastig hraunsins mælt 6 sinnum á tímabilinu frá nóvember 1964 til marz 1965 og mældist hitinn frá 1130 til 1190°C. Ekki er alveg ljóst, hvað veldur hinni miklu dreif- ingu í niðurstöðum mælinganna, en vera má að hinar erfiðu að- stæður eigi þar nokkra sök á. Hraunið er þykkfljótandi og getur verið nokkrum vandkvæðum bundið að koma mælinum vel fyrir í því, einkum þar sem hitinn frá hrauninu er yfirleitt svo mikill, að það verður að gerast í einni svipan. Það tekur hitamælirinn nokkrar mínútur að komast í fullkomið hitajafnvægi við hraunið, en á þeim tíma getur hann líka frosið fastur þegar yfirborð hrauns- ins storknar. Oft virtist svo sem hitastigið hækkaði þegar farið var að draga mælirinn upp úr hraunkvikunni og fékkst ekki úr því skorið, hver ástæðan væri. Flestar mælingarnar gáfu í kringum 1140° C og þykir mér líklegt að það svari nokkurnveginn til hitastigs hraunsins við hraunjaðarinn tæpan kílómetra frá gígnum, en frá honum rann það neðanjarðar. Oftast storknaði eitthvað liraun á enda hitamælisins og bendir það til að það sé undirkælt. Má búast við eitthvað hærra hitastigi þar sem hraunið rennur úr gígnum, en engri mælingu varð þar við komið á þessu tímabili. Tvær tilraunir voru gerðar til að mæla hitann í sjálfum gígnum. Fyrri tilraunin mistókst vegna þess að hitamælirinn náði ekki almennilega niður í hraunkvikuna, en mikill hraundröngull storkn- aði á enda lians, svo að marga menn þurfti til að draga hann upp. Hin tilraunin var gerð 14. marz 1965, en þá stóð hraunið hátt í gígnum. Mælinum var kastað út í hrauniðuna og dreginn að bakk- anum á rafleiðslunni, sem tengdi efri enda hans við spennumæli. Þá var dokað við þar til spennumælirinn hætti að stíga, og hitamælir- inn síðan dreginn uppúr. Allt tók þetta varla meira en svo sem eina

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.