Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 62

Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 62
208 NÁT TÚRUFRÆÐINGURINN Isótópamælingar. Samhliða þeirri gassöfnun til efnagreininga, sem Guðmundur Sigvaldason hefur skýrt frá hér að framan, var einnig safnað sýnis- hornum til radonmælinga og til mælinga á hlutfalli vetnisísótópa. Sveinbjörn Björnsson annaðist radonmælingar, en Bragi Árnason mælingu vetnisísótópa (Surtseyjarnefnd 1965). í gasi því, sem ástæða er til að ætla að sé ómengað af andrúms- lofti, er um 100 radoneiningar (pC) í lítra af gasi. Radon er geisla- virk lofttegund, sem myndast úr radíum eftir þekktum reglum, sem hvorki hiti né þrýstingur hefur áhrif á. Framangreint radon- magn myndast úr 100 pikkógrömmum (1 pg = 10-12g) af radíum, en samkvæmt því, sem vitað er um radíuminnihald basalts yfir- leitt, má búast við að þetta radíummagn sé í urn það bil 500 g af hraunkviku. Samkvæmt því losnar úr hverju kílógrammi af hraun- kvikunni 200 pC af radon og þá einnig 2 lítrar af ga,si, en því fylgja um 10 grömm af vatni. Sveinbjörn og Bragi eru nú að mæla radíuminnihald hraunsins, sem rann á sama tíma og gasinu var safnað. Ef sú mæling tekst, fæst með því mun öruggari vitneskja um gas og vatnsinnihald hraunkvikunnar. Mæling vetnisísótópanna hefur leitt í ljós að vatnið, sem upp- leyst er í hraunkvikunni, inniheldur 5—6% minna af þungu vetni en sjávarvatn. Hér virðist því ekki geta verið um að ræða íblönd- un frá sjónum, heldur er þetta vatn éir iðrum jarðar. Ég vil nota tækifærið til að þakka forstjóra Landhelgisgæzlunnar, Pétri Sigurðssyni, fyrir afnot af hinni nýju þyrlu Landhelgisgæzl- unnar og Slysavarnafélagsins við segulmælingar yfir Surtsey og víð- ar. Einnig vil ég þakka öllum þeim vísindamönnum, sem leyft hafa mér að gefa hér yfirlit yfir óbirtar rannsóknir sínar. Frú Þorgerði Sigurgeirsdóttur þakka ég fyrir allar teikningar í grein þessari. HEIMILDARIUT - REFERENCES Anderson, R., Björnsson, S., Blanchard D. C., Gathman, S., Hughes, /., Júnas- son, S., Moore, C. B., Survilas, H. /., Vonnegut, B., 1965. Atmospheric Electric Disturbances Produced by the Volcano at Surtsey, Iceland. Science, Vol. 148, bis. 1179-1189. Björnsson, S., Blanchard, D. C., Spencer, A. T., 1966. Charge Generation in Oceanic Volcanoes. í prentun.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.