Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 65
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
211
Sigurður Þórarinsson:
Um Maríuþang og fleira
í síðasta hefti Náttúrufræðingsins 1964 birtist skemmtileg grein
um þang og þara eftir Ingólf Davíðsson grasafræðing. Hann ræðir
þar um söl og annan þörungagróður, sem menn hafa lagt sér til
munns, m. a. Maríusvuntu og Maríukjarna. Maríu nafnið minnti
mig á klausu í riti Jóns Guðmundssonar lærða: Ein stutt undirriett-
ing um íslands aðskilianlegar náttúrur. Þessi klausa er svohljóðandi:
„Á brimklettum vex slafak, sumer kalla Mariuþang edur brimsöl.
Þad er hier bakad j milli heitra hellna, og þær kökur eru sem ostur;
sie Jiad j heitre miólk etid, lætur menn vel sofa; þad má og þurka
sem söl" (Islandica, vol. XV, bls. 2). Margt fleira skrifar sá lærði
Jón um ætilega þörunga við íslandsstrendur, sem ekki verður rakið
hér, en ofangreind klausa er næsta merkileg. Hrm fræðir okkur um
það, að um 1640, er Jón lærði skrifaði rit sitt, var slafak ennþá nafn á
ætilegu þangi eins og það enn er í færeysku, en á nútímamáli er
slafak aðeins notað um illgresi og annað gras, sem vex á oftaddri
jörð, einkum kringum bæi og á áburðarhaugum. Er þetta sú eina
merking orðsins, sem nefnd er í orðabók Sigfúsar Blöndals. Orð
þetta er úr írsku (slabhagan) og er þar notað um ætilegt þang. Gefur
það vísbendingu um að það séu frændur vorir írar, sem hafi kennt
okkur að éta Maríuþang. Ekki er alveg ljóst, við hvaða tegund Jón
lærði á með slafaki, öðrum nöfnum Maríuþangi eða brimsölvum.
Af klausum hans má ráða, að hann á ekki við venjuleg söl (Rhody-
menia palmata). Vera má að Irar eða Færeyingar kunni hér nánari
skil á.
í sama hefti Nfr. ræðir Ingólfur Davíðsson um davíðslykil, Primula
egalikensis, maríulykilstegund, sem hvergi hefur fundizt hérlendis
nema á sjávarbökkum neðan við Búðarmýri á Árskógsströnd og í
næsta nágrenni. Ingólfur varpar fram spurningunni um það, hvern-