Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 3
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1934
113
Brandháfur.
Nýir gestir.
í 3. árg. Náttúrufræðingsins gat eg stuttlega um nokkura fá-
séða eða áður óþekkta fiska hér. Síðan hafa 3 áður óþekkt dýr hér
bætzt við, og skal þeirra getið hér stuttlega, í sömu röð og þau hafa
sýnt sig.
Er þá fyrst að nefna háfisk einn, sem á íslenzku mætti nefna
brandháf (Notidanus (eða Hexanchus) griseus Gm.). Hann rak
á Kvískerjafjöru í Öræfum í síðastl. desbr. (1933), og var hirtur
og fleginn af hr. Sigurði Björnssyni á Kvískerjum og skrápurinn
síðar gefinn safni Náttúrufræðisfélagsins, en því miður er ekki
auðið að setja hann upp til sýnis að svo stöddu, sökum þess, hve
stór fiskurinn er; lengdin var ca. 3 m, en getur orðið ca. 5 m eða
meira. Af þessu má sjá, að hér er um all-stóran háfisk að ræða, og
hann auðkennir sig frá öðrum háfiskum í því, að hann hefir 6
tálknaop hvorum megin, þar sem flestir aðrir (og allir vorir) há-
fiskar hafa aðeins 5.1) Hann er trjónustuttur, með langan sporð
og aðeins 1 bakugga (yfir gotraufinni), hornlausan. Tennurnar
eru miðlungs-stórar, margtindaðar.
Fiskur þessi á heima í Miðjarðarhafi og Atlantshafi, norður
undir Bretlandseyjar, þar sem hann sést við og við. Að hann
hefir sýnt sig hér, stendur að líkindum í sambandi við óvenju
háan sjávarhita hér norður frá. Þó má geta þess, að í þýzka fiski-
tímaritinu Fischerbote, 24. h., 1927, er þess getið, að þessi fiskur
hafi fengist við Island („unter Island“) á þýzkum togara í lok
nóvember 1920, og vegið 220 pd., en ekkert nánara er um það
1) í Fiskunum stendur á bls. 67, að opin séu sjaldan 4 eða 7, en á
að vera 6 eða 7.
8