Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1934, Qupperneq 4

Náttúrufræðingurinn - 1934, Qupperneq 4
114 NÁTTÚRUPR. getið, hvar við landið eða hve djúpt það var. Við Norðurlönd hefir hans aldrei orðið vart. Þá er, hér áður óséður fugl, rósastari (Pastor roseus (L.)). Hann sást lifandi á Fagurhólsmýri í öræfum 7. júlí síðastl. og náðist þar nokkurum dögum síðar, í rigningu, holdvotur og aðfram kominn, og sálaðist svo. Sigurður á Kvískerjum náði í fuglinn og sendi Náttúrugripasafninu af honum haminn. — Fugl þessi, sem er á stærð við skógarþröst, er skyldur hröfnum og stara, og svartur með málmslikju, eins og þeir, á höfði, hálsi, vængjum og stéli, en ljós- eða rósrauður um búkinn og með allmikinn fjaðratopp í hnakkanum, og er því auðþekktur frá öðrum fuglum hér á líkri stærð. Hann á aðallega heima í Mið- og Suðvestur-Asíu, en fer þaðan oft í stórhópum til Suðaustur-Evrópu á sumrin, og er þá að elta flökku-engispretturnar, sem eru uppáhaldsfæða hans. En mikil eru áraskipti að flakki hans. Á Norðurlöndum og í Vestur- Evrópu og vestanverðri Mið-Evrópu er hann sjaldséður. Þriðja dýrið, áður óþekkt hér, ernetlufiðrildið (Vanessa urticæ L.). Eitt náðist lifandi hér í borginni í sumar er leið, 25. ág., annað alveg nýlega, 29. okt. Netlufiðrildið er náskylt þistil- fiðrildinu (sjá Náttúrufr., 1. árg., bls. 186), og mjög svipað því í sköpulagi, en minna og mikið til rauðgult að ofan, með svörtum blettum og bláum dílum, en einlitt, móleitt að neðan. Lirfan er svört, með gular rákir á baki og síðum, og lifir — í hópum — á netlum og hefir fengið nafnið af því. — Hingað hefir það að líkindum komið sem fullgert fiðrildi, ef til vill með einhverju skipi frá nágrannalöndunum, því að það er mjög algengt um alla norðan- og vestanverða Evrópu og suður um alla álfuna. Það er all-harð- gert, kemur oft úr hýði snemma vors eða jafnvel um miðjan vet- ur, ef hlýtt er í veðri, og lifir stundum sem fiðrildi frá einu sumri til annars. Ekki er óhugsandi, að fyrra fiðrildið hafi flutzt hing- að sem púpa og skriðið úr hýði, þegar hingað kom, þar sem veðr- ið var mjög hlýtt hér um það leyti, þó að hitt sé líklegra. En um síðara fiðrildið getur það varla átt við. — Því miður er þetta fiðrildi svo sjaldgæft hér, að þetta er í fyrsta skiptið, að það sést hér, svo vitað sé. í sambandi við þessa stuttu skýrslu um nýja gesti hér, skal ég geta þess, að nú er fengin full vissa fyrir því, að skeiðöndin (Anas clypeata L.) sé hér á landi. Bjartmar Guðmundsson telur það fullvíst (Náttúrufr., 3. árg., bls. 183), að hann hafi séð hana
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.