Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 7

Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 7
NÁTTÚRUFR. 117 Við lítum heim til mannanna. Á háttum þeirra hafa orðið stórar breytingar. Klæði þeirra eru nú ofin. Vopn þeirra og verkfæri eru gjörð af bronse og með miklum hagleik. Skraut- gripi hafa þeir marga og flesta af gulli gerða. Landið er þétt- býlt. Allt ber vott um velmegun. Við erum hér í bronsealdarlokin. Hér hefði verið gaman að dvelja lengur, en tíminn er naum- ur, við verðum að halda áfram. En nú ökum við aðeins nokkur hundruð ár. Tímamælirinn sýnir 300 f. Kr., er við stígum út. En hvílíkar breytingar hafa ekki orðið á þessum fáu öldum! Það, sem við fyrst rekum augun í, er það, að nú er grenið að verða aðal skógartréð, en suðrænu trén eru að hverfa úr sögunni, og sömuleiðis heslirunnarnir. Veðrið er kaldara og hryssingslegra en áður og sérstaklega úrkomusamara, mýraflákarnir hafa stækkað mjög, og sömuleiðis vötn og tjarnir. Annað sjáum við og. Landið er miklu strjálbýlla en áður. Fólkið hefir auðsjáan- lega annaðhvort dáið úr hungri, eða flúið suður á bóginn sakir óárana. Ef við heimsækjum þá, er eftir eru, sjáum við, að vopn þeirra og tæki eru gjörð af járni, en þau eru langt í frá svo haglega gjörð eða ríkmannleg og bronse-tæki þeirra, er við heim- sóttum síðast. Allt ber vott um fátækt og harða baráttu fyrir lífinu. — Við erum staddir í járnöldinni eldri. Stendur heima. Það er auðvitað þessi tiltölulega skjóta lofts- lagsbreyting til hins verra, sem er upprunalega orsökin til suð- urleitar Germana, hinna miklu þjóðflutninga, er síðar urðu svo örlögskapandi fyrir Evrópu og steyptu að lokum hinu rómverska heimsveldi. Og mun það ei minning og sagnir um þessi hörðu ár, er lifir í frásögnum um fimbulvetur í hinum germönsku goðsögn- um ? Mér þykir það líklegt. Minningar um stóra viðburði eru lang- lífar með frumstæðum þjóðum. Enn af stað, burt úr þessari eymd. En nú takið þið að kann- ast við ykkur. Þið hafið flest farið áður þann spöl, er eftir er. Mælirinn sýnir 600 e. Kr., yngri járnöld. Augnabliksdvöl. Landið er enn að rísa úr sjó. Það hækkar nú rúmlega hálfan meter á öld. Byggð hefir aukizt aftur. Beykitréð er horfið úr skógunum. — Víkingaöld. — Byggð hefir enn aukizt. Við sjáum bændur ganga á eftir plógum á ökrum, — akuryrkja í stærri stíl er byrj- uð. — Áfram, áfram. Nú sjást borgir og bæir. Traktorar tæta sundur víðlenda akra. Skógarnir hafa minnkað mjög. Trjábolir dansa niður árnar. Sögunarverksmiðjur spúa svörtum reyk mót

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.