Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 17
NÁTTÚRUFR.
127
Grímsstöðum við Mývatn þ. 22. júní 1934-. Fundinn dauður sama-
staðar fjórum dögum síðar.
R ita (Rissa t. tridactyla), ad. Merkt á Sauðárkróki þ. 25.
júlí 1932. Var hún þá fullorðin. Skotin sama staðar þ. 28. júlí 1934.
Kría1) (Sterna macrura), ad. Merkt (6/425) fullorðin, á
Sauðárkróki, þ. 8. júlí 1932. Náðist lifandi sama staðar og var
sleppt aftur, þ. 12. júlí 1934.
Kría (Sterna macrura), merkt á Sauðárkrók þ. 5/7 1932,
skotin sama staðar þ. 16. maí 1934. Krían var líka fullorðin, þegar
hún var merkt.
Fjórir kríuungar (Sterna macrura). Merktir á Gríras-
stöðum við Mývatn dagana 22. júní—26. júní 193U- Fundnir dauð-
ir samastaðar þ. 24. júní (1), 4. júlí (2) og 17. júlí 1934 (1), sá
síðasttaldi fannst við símalínuna.
Kjói (Stercorarius parasiticus), merktur á Sauðárkrók þ.
20/8 1932, skotinn sama staðar þ. 23. maí 1934. Þetta var fullorð-
inn fugl, þegar hann var merktur.
Hrossagauksungi /Capella gallinago faeroensis). —
Merktur á Grímsstöðum við Mývatn þ. 26. júní 193U. Fundinn
dauður samastaðar þ. 6. ágúst 1934.
Hrafnsönd (Melanitta n. nigra). Merkt á hreiðri hjá
Grímsstöðum við Mývatn þ. 19. júní 1933. Tekin í annað sinn á
eggjum samastaðar og merkt að nýju (3/393), þ. 18. júní 193U.
Hrafnsönd (Melanitta n. nigra). Merkt á hreiðri eins
og undanfarandi og samastaðar, þ. 27. júní 1933. Tekin í annað
sinn á eggjum hjá Grímsstöðum þ. 15. júní 1934 og endurmerkt
(3/386).
1) Að gefnu tilefni leyfi eg- mér að vekja athygli á því, að kríur eru
alfriðaðar á öllum tímum árs hér á landi, samkv. 1. 10. nóv. 1913, en það
lítur út fyrir, að því sé litt skeytt, eða að almenningi sé ókunnugt um, að
svo sé, þar eð þetta er þriðja merkta krían, sem eg hefi fengið tilkynningu
um, að skotin hafi verið norðanlands síðan Hið ísl. náttúrufræðisfélag hófst
handa um merkingar á íslenzkum fuglum, þ. e. a. s. nú s.l. tvö ár. Yfirleitt
hefi eg orðið var við, að núgildandi fuglafriðunarlög eru víða brotin og lítt
um þau skeytt, en þó mun enn oftar vanþekking viðkomandi veiðimanna vera
þess valdandi, að lögin eru ekki haldin, en hitt, að almenningur vilji alls
ekki hlíta þeim. Mér þykir sérstaklega leitt, að merktar kríur skuli vera
skotnar hérlendis, þar eð mönnum er algerlega ókunnugt um dvalarstaði
þeirra að vetrinum, þegar þær eru farnar héðan. Hitt var áður kunnugt, að
þær vitja árlega sömu varpstöðvanna, meðan þeim endist aldur til, og þarf
því ekki að drepa þær þess vegna. Er svo yfirleitt um flesta farfugla. Vona
eg að þessi athugasemd mín verði til þess, að krían hafi hér meira friðland
eftir en áður, enda „gerir hún tæplega í blóðið sitt“, því það er svo lítíi&
frálag í henni. M. B.