Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 20
130
NÁTTÚRUFR.
skóg í Norðurárdal. Hve langt er síðan að þessi raftur var höggv-
inn, er ómögulegt að segja með vissu, en tæplega getur hann verið
eldri en frá síðari hluta 18. aldar. Nú myndi verða erfitt að út-
vega vænan raft úr nágrenni Sveinatungu, því svo hefir skóglendið
horfið síðan. Og þetta sýnir ljóslega, hve mikið menn hafa haft
fyrir byggingunum áður fyrr, því það er löng leið milli þessara
staða. Húnavatnssýslurnar hafa snemma eyðzt að skógum og þær
einustu lifandi leifar, sem við höfðum spurnir af, voru 2 væn birki-
tré á stöðum, sem voru svo vel varðir af náttúrunnar hendi, að
hvorki menn né skepnur höfðu grandað þeim.
Nóttina milli 14. og 15. júlí gistum við að Sveinsstöðum í
Vatnsdal. Bóndinn þar, Magnús Jónsson, hreppstjóri, sagði okk-
ur frá því, að í Vatnsdalshólunum fyndust steinar, er fólk áliti
steingjörfa trjástofna. Eftir nokkra leit fundum við slíkan stein,
en við nánari athugun sáum við, að hér gat ekki verið um tré að
ræða, þótt líkt væri. Hverskonar steinmyndanir þetta eru, vilj-
um við láta ósagt.
Frá Sveinsstöðum skruppum við út í Víðihólmann við Stein-
nes. Það er mikil gróska í víðinum þar, og virðist hann vera að
smá-breiða sig yfir allan hólmann. Hæð víðisins var um 2 metr-
ar, þar sem kjarrið var stórvaxnast, og gildustu stofnanir voru
6—7 cm. að þvermáli við rótina. Árssprotarnir frá síðasta ári
voru all-vænir. Flestir þeirra voru frá 17—22 cm. að lengd. —
Kjarrið er mjög þétt, svo það þyrfti grisjunar við. Væri það gert,
myndi vöxturinn sennilega batna mikið, og auk þess fengist tölu-
vert af eldivið, af því, sem höggvið væri. — Síðan lögðum við
leið okkar suður Reykjabraut og með fram austanverðu Svína-
vatni, ofan að Blöndu. Á þeirri leið tókum við víða eftir birki-
leifum í skurðum meðfram veginum. Sérstaklega var mikið af
þeim á þeim stað, er nefnist Bakkaásar á korti herforingja-
ráðsins. Þar voru leifarnar óslitnar á 2—8 km. löngu svæði. Lágu
þær víðast hvar 75—100 cm. undir yfirborði jarðar. Gildasti bút-
urinn, sem við fundum, var 10 cm. að þvermáli, en hann hefir
upphaflega verið enn gildari, því börkurinn og yztu árhringarn-
ir voru flysjaðir af. Hve gamlar þessar skógarleifar eru, skal
engum getum að leitt að sinni.
Þ. 15. júlí að kvöldi slógum við tjaldi í miðju Vatnsskarði,
og næsta dag rákumst við einnig á birkileifar í sömu dýpt og
áður. Þó voru bæði greinar og stofnar þarna miklu grennri, og
sá gildasti lurkur, sem við sáum, var ekki nema 5 cm. að þver-