Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1934, Qupperneq 25

Náttúrufræðingurinn - 1934, Qupperneq 25
NÁTTÚRUFR. 135 í>ar gefur hann skýringu á uppruna jarðvegsins, sem að miklu, ef ekki öllu leyti, er rétt. íslenzkur jarðvegur er „fokjörð" að hans dómi, þ. e. a. s. hið gróðurberandi lag á ekkert skylt við bergtegundir þær, möl eða sand, sem það hvílir á, en hefir verið feykt þangað með vindi. Þær bergtegundir, sem jarðvegurinn á uppruna sinn að rekja til, geta verið langt í burtu, uppi á hálendi Islands. Síðan hafa nokkrar rannsóknir verið gerðar á íslenzkum jarðvegi, en flestar hafa þær verið miðaðar við það, að ákveða magn hinna ýmsu efna jarðvegsins. Fáeinar rannsóknir hafa verið gerðar á eðli jarðvegsins, svo sem skipting kornstærðarinnar en fáar ályktanir hafa verið dregnar af því. Árið 1923 reit Kofoed-Hansen skógræktarstjóri um það, að íslenzkur jarðvegur væri „lössmyndun“ og sýndi fram á það með nokkrum rökum. En fyrst af öllu verður að gera grein fyrir því, hvernig löss- jarðvegur — fokjörð — myndast. Skýringin er tekin eftir A. Stebutt, en hann hefir hana eftir Rússanum Tutkowski. „Yfir öllum stórum jökulbreiðum hlýtur háþrýstisvæði að myndast, en frá því blása „Föhn“ vindar (þ. e. tiltölulega heitir og þurrir vindar) út að jökulröndunum. Ef ísinn fer að dragast saman og minnka, þá blása vindarnir yfir breiðar íslausar urðar- öldur, þurrka þær og bera með sér rykmekki yfir grassteppurnar fyrir neðan og skilja rykið þar eftir. Þannig hlýtur að myndast „aðblásturssvæði“ (Inflationszone), belti með lössmyndunum, í kringum sérhverja stóra jökulbreiðu, og lössmyndanir eru því óhjákvæmileg afleiðing ísaldarinnar“. Sé litið á ísland, er augljóst, að þar hafa skilyrði fyrir fok- jarðamyndum verið ágæt í lok ísaldar, er jöklarnir minnkuðu óð- um. En slík skilyrði virðast til enn í dag. Til þess að komast að raun um það, þarf ekki annað en að líta á þá rylcmekki og þau sandfok, sem geta staðið ofan úr óbyggðum með vindum af há- lendinu. Hálendi íslands er mjög stórt í samanburði við láglendið, og veðrátta þar er miklu kaldari en í byggðum. Á sumrum þegar sólin skín, getur yfirborð jarðar hitnað mjög á skömmum tíma, en næturnar eru venjulega hryssingslega kaldar. Næturfrost eru sennilega mjög tíð, jafnvel í júlímánuði. Öfl þau, sem vinna að því að mylja bergtegundirnar inni á hálendinu, eru því einnig nú á tímum mjög sterk. Og þegar afl vatns og íss bætist við þetta, er það skiljanlegt, að til sé nóg efni til fokjarðarmyndunar inni í landinu. Þegar steinarnir hafa molazt nógu smátt og vindurinn er nægilega hvass, berast kornin með honum niður yfir sveitirnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.