Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 30
140 NÁTTÚRUFR. Nr. 15. Grund í Eyjafirði. Úr skógargirðingunni undan lerki- trjánum. 0—19 cm Þéttur svörður. 19—34 — Fínt sendin, rauðbrún mold. 34—38 — ,,Barnamold“ (hvítleit). 38—43 — Ljósbrún fíngerð mold. 43— 55 — Mjög rauðleit mold. 55_63 — Sjá 38—43. 63—68 — „Barnamold“ (grágul). 68—120 — Sjá 38—43. 120 — Melur. Nr. 16. Eystri Pollar. Mjög sendinn jarðvegur og laus í sér. Litur: Grábrúnn. Jarðvegurinn er eins að lit og gerð jafnt efst sem neðst. Grafið var 150 cm, án þess að rekast á urð eða steina. Nr. 17. Brekkuskógur í Laugardal. Nálægt árfarvegi, sem liggur úr Efstadalsfjalli rétt fyrir ofan veginn frá Úthlíð til Laugarvatns. 0—11 cm Þéttur grassvörður. 11—26 — Mjög þétt, rauðbrún mold. 26—31 — Grófur sandur, hvert korn með leir- eða mold- arhýði, sem auðvelt var að mylja af. 31—38 — Ljósrauð fíngerð mold. 38—44 — Dökkbrún þétt hella. 44— 48 — Leirkennd ljósbrún mold. 48—120 — Sama mold og 44—48, þó aðeins sendnari. 120 — Skriða úr fjallinu. Sýnishornin voru geymd í pappaöskjum og urðu því flest „loft- þur“, eða því sem næst, á tiltölulega stuttum tíma. Helmingur sýn- ishornanna var skilinn eftir á Efnarannsóknastofu ríkisins, þar sem eftirfarandi ákvarðanir voru gerðar. Þurefni finnst með því að láta loftþura mold standa í 105° hita, unz þyngdin er hætt að minnka og orðin stöðug (konstant). Það, sem moldin léttist á þann hátt, svarar til loftrakavatns henn- ar (hygroskopiskt vatn). Aska fæst við glæðingu, en þá brenna öll lífræn efni burt Ef jarðvegurinn er ekki alltof fíngerður, samsvarar glæðitapið venjulega innihaldi hans af „humus“ efnum. Og eins og sjá má á

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.