Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 33
NÁTTÚRUPR.
143
ins, er loftslag, raki loftsins, úrkoma og uppgufun, og ennfremur-
uppruni hans. Auk þess virðist gróðurinn mjög oft geta breytt
sýrumagni, en kalkmagn og humusinnihald1) jarðvegarins dregið
úr því. Samkvæmt loftslagi og ekki sízt vegna hinnar miklu úr-
komu, ætti ísland að hafa mjög súran jarðveg. Og margar þeirra
plantna, sem uxu á þeim stöðum, er sýnishornin voru tekin, einkum
beitilyng og bláber, myndu t. d. allsstaðar á Norðurlöndum vaxa
í súrum jarðvegi. Uppruna sinn á íslenzkur jarðvegur aðallega að
rekja til basalts, en það er aðeins basiskt í eðli sínu. Töluverður
hluti jarðvegsins er líka eldf jallaaska, en hún er sennilega óvirk.
— Líparít á víst einnig dálítinn þátt í uppruna jarðvegs-
ins, og þar eð það tilheyrir granítflokknum innan bergtegund-
anna, mætti ætla, að það væri ofurlítið súrt. En það hefir komið
í ljós, að því dýpra, sem bergtegundirnar liggja í iðrum jarðar,
því óvirkari eru þær. Það líparit, sem ef til vill gæti tekið þátt
í myndun íslenzks jarðvegs, hefir verið langt niður í jörðu fyrir
tiltölulega skömmum tíma, og er því sennilega einnig óvirkt.
íslenzkur jarðvegur er því lítið eitt basiskur að uppruna. En
þótt uppruni hans sé þannig, er það ekki nóg til þess að halda
honum ósúrum um aldur og æfi, því úrkoma og ýmislegt annað
vinnur stöðugt að því að auka sýrumagnið. Þess vegna eru ein-
hver þau öfl, sem hindra að svo fari. Hér á undan hefir verið
bent á, að sennilega sé jarðvegur ávallt að myndast vegna ryk-
og sandfoks, og það mun vinna á móti sýringu. Jarðvegurinn er
ennfremur all-auðugur að kalki, þótt það finnist varla í kolsúrum
samböndum. Og svo kemur hér annað ennþá þýðingarmeira at-
riði til sögunnar, það er innihald jarðvegsins af humusefnum
(í töflunni hér að framan er glæðitap í stað humusákvarðana, en
það tvennt ætti að falla nokkurn veginn saman). í íslenzkum jarð-
vegi er miklu meira af humus, heldur en þekkist í nágrannalönd-
unum. Og hvernig sem því svo er varið með „reaktion" humus-
efnanna, þá lítur út fyrir, að þau hafi mikið viðspyrnuafl. Þess
vegna munu þau hindra sýringu jarðvegsins af miklum mætti.
í töflunni má sjá, að nr. 4, nr. 7, nr. 10 ognr. 16 auka sýrumagn-
ið einna mest í KCl-upplausn, en þau hafa minnst glæðitap.
Þessu til frekari skýringar fylgir hér línurit yfir viðspyrnu-
afl tveggja sýnishornanna, nr. 13 og nr. 16.
1) Humus virðist geta verið „amfolyt", þ. e. súr eða basiskur eftir
ástæðum.