Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 36
146
NÁTTÚRUFR-
Af þriðja línuritinu sést, að tímótegrasið þrífst bezt í allsúrum
jarðvegi (pH undir 5). En þessi grastegund er allmikið notuð á Is-
landi við nýrækt á mýrlendi og gefst vel fyrstu árin. Mýrarjarð-
vegur er samkvæmt nokkrum upplýsingum í skýrslum Búnaðar-
félagsins (árið 1920) og ýmsum tilraunum, sem við gerðum
með „Combers“-vökva, allmikið súrari en moldarjarðvegurinn. En
við framræslu minnkar sýrumagnið fljótt (samkvæmt síðari at-
hugunum okkar) og þá versnar sennilega lífsskilyrði tímótegrass-
ins svo mjög, að það verður að rýma til fyrir öðrum tegundum.
Við nánari rannsókn sýrumagnsins og þeirra lífsskilyrða,,
sem þau skapa ýmsum nytjajurtum, mætti sennilega ráða margt
nytsamlegt.
Þær 15 athuganir, sem við höfum gert viðvíkjandi kornstærð
íslenzks jarðvegs, eru helzt til fáar, til þess að draga af þeim al-
menna ályktun. 8 þeirra eru úr Vaglaskógi, en hinar eru víðsvegar
að. Þar af eru 2 úr Ásbyrgi og 1 úr Eystri Pollum. Þó er eitt
atriði, sem bendir í þá átt, að nokkuð megi á þeim byggja, því að
innbyrðis mismunur hinna 8 í Vaglaskógi er lítið frábrugðinn
mismun allra hinna. Kornstærðin er einkennilega lík í þeim öllum.
Við nánari athugun sýnishorna úr Vaglaskógi sést strax, að'
jarðvegurinn vestast í skóginum, einkum niður við ána, er yfirleitt.
grófari í sér heldur en austast. Landslagi þarna hagar svo til, að
skógurinn liggur í töluverðum halla frá austri til vesturs og hæðar-
munur austurhliðar girðingarinnar og Fnjóskár er töluverður. Því
er sýnilegt að skýlla er fyrir vindum niður við ána, eða á þeim
stöðum, þar sem lægst er. Sé um fokjörð að ræða, hljóta stærstu og
þyngstu kornin að detta fyrst til jarðar, þegar skjólið eykst. Og
þetta virðist líka koma greinilega fram í Vaglaskógi, að sýnis-
hornunum 1 og 2 undanteknum. Þannig er nr. 4 grófgerðari en
nr. 5, nr. 7 grófari en nr. 6 og nr. 8 stórkornóttari en nr. 9. Mun-
urinn á nr. 1 og nr. 2 er mjög lítill, en að nr. 2 er grófgerðari á
sennilega rót sína að rekja til þess, að hið síðarnefnda sýnis-
horn var tekið undan brekku á mjög skýldum stað. Samanburður
sýnishornanna sést bezt á línuriti nr. 1, þar sem öll sýnishornin
úr Vaglaskógi eru teiknuð á. Þar er einnig meðaltal sýnishorn-
anna dregið upp með heilli svartri línu.
Á línuriti nr. 2 eru rissuð upp hin 2 fyrrnefndu sýnishorn
úr Ásbyrgi, ásamt meðaltali alira 15 sýnishornanna. Auk þess er
þar bæði þýzkur, ungverskur og rússneskur lössjarðvegur tekinn
til samanburðar. En nánar um það síðar.
Sýnishornin úr Ásbyrgi sýna það sama og búast mátti við, aS