Náttúrufræðingurinn - 1934, Qupperneq 40
150
NÁTTÚRUFR.
þýða aðeins það eitt, að það árið heft eg gleymt að færa inn í dag-
bókina hvenær eg sá fuglinn fyrst.
Aths. 2. Auk farfugla þeirra, sem taldir eru á skýrslunni,
hefi eg séð hér í Kelduhverfi: 1. tildru, 15. maí 1908 og oftar. 2.
skúfönd, 3. maí 1910 og 6. maí 1911, kemur líklega árlega hingað
í Kelduhverfi, 3. rauðbrysting, einstöku sinnum og 5. þórshana,
árlega við Víkingavatn. «
Aths. 3. Af farfuglum verpa hér: Allir fuglar, sem taldir eru
á skýrslunni, auk þess þórshani og líklega tildra, sem eg hefi séð
hér (hjón) halda sig allan varptímann á sömu stöðum.
Aths. A Af íslenzkum staðfuglum verpa hér: Lómur, lundi,
skúmur, tjaldur (2 tilfelli), hrafn, auðnutittlingur, músarrindill
(algengur í gljúfrum Jökulsár), fálki, dílaskarfur (sjaldgæfur síð_
an ísaveturinn 1917—1918, því þá drapst mikið af honum), stokk-
önd, húsönd (sjaldgæft), straumönd, hávella, æðarfugl, gulönd
(sjaldgæft), toppönd, svartbakur, teista, fýll og rjúpa.
Aths. 5. Séð hefi eg hér af og til þessar fuglategundir: Him-
brima (árl.), blesönd (aðeins 1 fugl, er eg skaut), haförn (algeng
fyrir 40 árum, mjög sjaldgæf nú), snæuglu, selning (algengur),
súlu, álku, stuttnefju, langvíu (algeng), haftyrðil, keldusvín (senni-
legt að það verpi hér eitthvað), álft (algeng vetur og vor, en verp-
ir hér eigi), gráönd, hvítfálka, kráku, svartþröst, svölu, heiðagæs,
helsingja (og líklega fleiri gæsategundir), æðarkóng, hegra (einu
sinni), jaðrakan (sjaldgæft), rjúpu, ýmsar máfategundir, þar á
meðal hettumáf og sennilega dvergmáf (minni en kríu) og ýmsa
fleiri fugla, sem eg hefi eigi þekkt.
Lóni í Kelduhverfi, 19. september 1934.
Björn Guðmundsson.
Áflog.
Fyrir nokkrum árum var ég ásamt öðru fólki við heyvinnu
í eyjum. Veður var kyrrt og hlýtt. Lundinn hópaði sig á hæðir og
kletta og naut veðurblíðunnar í næði. Allt í einu kemur hreyfing
á hann og hann hendist allur af stað, en honum er þungt um flug
í logni. Hann hafði orðið alvarlega hræddur. Og eins og kólfi
væri skotið þýtur fálki yfir eyjuna og stefnir á lundabreiðuna.
Og það skiptir engum togum, hann snarar sér að einum lundan-
um og slær hann niður. En höggið heppnaðist ekki betur en svo,