Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 41
NÁTTÚRUFR.
151
að lundinn féll að vísu niður í fjöruna, en virtist þó ómeiddur.
En fálkinn lét ekki við svo búið standa, heldur ræðst þar að lund-
anum og ætlar að hrifsa hann í klærnar. En kálið var ekki sop-
ið---------. Lundinn brást hastarlega við og varðist hraustlega.
Þarna lenti í hinum hörðustu áflogum og mátti ekki á milli sjá,
hvor vaskari var. Þeir urruðu og vældu og tættu fiður hvor af
■öðrum. — En hvort sem fálkinn hefir ekki notið sín í viðureign-
inni vegna nærveru okkar sláttumanna, eða raunverulega ekki
ráðið við lundann á þessum vettfangi, þá endaði leikurinn þannig,
■að lundinn komst til sjávar, en fálkinn flaug sneyptur burtu.
Bergsveinn Skúlason.
Heilsuhæli fyrir dýr.
Öll eru dýrin þjáningum og sjúkdómum undirorpin, ekki sízt
húsdýrin. Ekkert í náttúrunni er allsendis fullkomið, og þess vegna
þurfa einnig dýrin, sem annars lifa frjálsu lífi, að berjast við
sjúkdóma. Þó eru villidýrin að ýmsu leyti betur sett en húsdýrin,
þegar sjúkdóm ber að höndum. Villidýrin eru vön að bjarga sér
sem bezt gegnir, þau geta betur þolað sjúkdóma en húsdýrin, og
þau kunna oft ýmis ráð, sem til lækninga mega miða. Á hinn bóg-
inn hafa húsdýrin selt fjör sitt og færni manninum á vald, og eru
því oft næsta ósjálfbjarga, þegar sjúkdóm ber að dyrum. Ein-
ungis hundurinn — og þó ekki nærri því allir hundar — virðast
mynda undantekningu frá reglunni. Þegar hundar meiðast, sleikja
þeir sár sín, en það er það bezta heilræði, til þess að halda þeim
hreinum og fyrra þau gerlum. Gangi þeim erfitt með hægðir, bíta
þeir oft gras, en það miðar þeim einnig til lækninga.
Mörg húsdýr geta þjáðst af gigt, engu síður en mennirnir, og
það meira að segja þegar á unga aldri. Það er alls ekki sjaldgæft.
Áburðarhestar eru oft haldnir af gigt, meira að segja veðhlaupa-
hestarnir, sem vel er þó farið með, geta fengið slæm gigtarflog,
þegar of mikið er reynt á þá. Vöðvar bólgna og sinar harðna, og
svo getur farið, að grafi í öllu, skepnunni til mikilla kvala, og
eigandanum til skaða.
Margir hyggnir eigendur slíkra dýra hafa fyrir löngu séð, að
ekki tjáir að láta dýrið sjálft berjast við sjúkdóm sinn, og lítið
bætir það úr skák, að farga því, ef hægt er að bjarga heilsu þess.
Þess vegna er nú farið að starfrækja ekki einungis lækningastof-