Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 44

Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 44
154 nattörufr. veðhlaupahundar, sem oft höfðu unnið eigendum sínum miklar upp- hæðir fjár, en voru, sökum áreynslu, orðnir til alls ónýtir af gigt, náð aftur fullri heilsu á hælinu, og þeir hafa getað, þegar þeir komu heim, bætt nýjum sigrum við þá gömlu. Þetta heilsuhæli er útbúið öllum þeim þægindum, sem hugsan- leg eru og nauðsynleg, til þess að dýrunum geti liðið vel, þar er einskis látið ófreistað, til þess að sýna sjúklingunum alla nær- gætni. Eftirtektarvert er það, hversu dýrin eru þolinmóð og hvað mikið traust þau sýna manninum, á meðan verið er að lækna þau, eftir að þau hafa reynt böðin einu sinni. Þau finna þá sjálfsagt, hvernig verkirnir sefast, og gera sér ef til vill óljósa von um fulla heilsu. Myndirnar, sem þessari grein fylgja, sýna vel, hve vel er farið með dýrin. Öll stund er lögð á að hirða þau sem bezt. Joseph Delmont. (Á. F. þýddi.j Trjábukkarnir. Cerambycidae (Longicornia). Þó að hitabeltislöndin séu aðalheimkynni trjábukkanna, er margt af þeim í Evrópu og á Norðurlöndum þekkjast í kringum hundrað tegundir. Ef vér eigum leið um skóga nágrannalanda vorra, Danmerk- ur, Noregs eða Svíþjóðar, á vordegi, skömmu eftir að trén hafa laufgazt, höfum vér tækifæri til þess að kynnast lífi trjábukkanna. Þeir eru með fegurstu bjöllum á Norðurlöndum, og þá nývakn- aðir af vetrardvalanum. Þegar illt er veður sitja trjábukkarnir venjulega hnýpnir á trjábolum og skýla sér undir laufblöðum eða barrgreinum. En í sólskini eru þeir á flugi og ferð milli trjánna, eða þeir fleygja sér í fang brosandi blóma, svo sem mjaðjurta, rósa og reyniviða, til þess að sækja sér frjó og hunang til fæðu, og líklegt er, að þeir vinni að frævun plantnanna um leið. Mjög er það mismunandi hvað ýmsar trjábukkategundir eru í miklu vinfengi við blóm- in. Þær, sem lifa í innilegustu sambandi við þau, er sú deild trjá- bukkanna, sem nefnd er blómabukkar. Fálmararnir einkenna trjábukkana mest. Sumar tegundirnar hafa lengri fálmara en nokkur önnur skordýr. Þetta stafar þó ekki af því, að fálmararnir séu svo liðamargir, þeir eru venjulega ellefu liða, heldur af því, hvað hver liður er langur.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.