Náttúrufræðingurinn - 1934, Qupperneq 50
160
NÁTTÚRUFR.
hans af eigin sjón eða raun. Hann er sjaldséður fugl hér um slóðir.
Þó þykir mér fremur ólíklegt eftir skapnaðarlagi hans og eigin-
leikum, að hann slái fugla af meðalstærð í rot með löppunum.
En um fálkann held eg að það sé alrangt, að hann slái fugla
til bana með fótunum. Eg hefi oft séð fálka drepa fugla — stærri
og minni — en aldrei getað séð hann slá til þeirra með fótunum.
Eg tel það næstum alveg víst, að þegar fálkinn slær fugla á flugi,
þá slái hann þá með vænghnúanum, eða þá bara að hann notar
til þess allan sltrokkinn, og verður þá ekki greint, hvort fyr nemur
fuglinn, vænghnúinn eða kamburinn á bringubeininu, eða hvort-
tveggja í senn. En víst er um það, að hann steindrepur fugla á
flugi í einu höggi, án þess að snerta þá með löppunum, svo sem
kríu, lunda, teistu, stelk o. fl. En til þess eins teygir hann niður
fæturnar, að hann grípur fuglinn með þeim um leið og hann slær
hann — oftast án þess að hann falli til jarðar —, það hefi ég oft
horft á. En fálkinn drepur ekki alla fugla á flugi eða með því að
slá þá. Það kemur fyrir, ef hann kemur að fuglinum óvörum, að
hann hremmir þá; hlemmir sér á þá ofan og tekur þá bráðlifandi
í klærnar, án þess að til nokkurra slagsmála komi. Þannig hefi
ég einu sinni séð hann taka fullorðna kríu af hreiðri og öðru sinni
ófleygan tjaldsunga, en þó fiðraðan.
SmiriUinn ber sig til við veiðarnar alveg eins og fálkinn, að
því er ég bezt veit.
Örninn mun einungis hremma bráð sína, og eru aðfarir hans
oft hinar hrottalegustu. Oft hefi ég séð hann veiða æðarfugl og
endur í grunnum vogum og lónum á þann hátt, að hann dregur
fuglinn bráðlifandi upp á stein eða sker og heldur honum þar
föstum með klónum. Byrjar svo á því að rífa fiðrið af bringu og
kvið fuglsins, heggur síðan gat á kviðinn eða rífur út endaþarm-
inn (ég hefi ekki getað greint hvort heldur hefir verið) og hakkar
þann veg í sig innyflin — skilur síðan við allt saman, því af nógu
er að taka. Lengst af meðan þessu fer fram, er fuglinn lifandi.
Ýmsir hræfuglar, sem minni eru fyrir sér, koma síðan og hirða
leifarnar.
Það ber líka við, að örninn hremmir unglömb og heldur hann
þá sama siðnum, gæðir sér fyrst á innyflunum.
Um aðferð kjóans, máfsins, svartbaksins og annara fugla, er
slást aðeins til að „halda uppi landvörnum“ í ríki sínu og til að
berja á öðrum fuglum, án þess að ætla sér að verða þeim að bana,
er það að segja, að ég hefi aldrei séð þá beita fyrir sig fótunum
í þeim tilgangi að vinna á óvininum með þeim. — Ég held, að þeir