Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 53
NÁTTÚRUFR.
163
þó skyld þessum fuglum. Hún er vargur í skapi, og svo djarflega
ver hún hreiður sín og unga, að ránfuglum helzt varla uppi að
fara með ránskap í ríki hennar. Hún beitir aðeins nefinu fyrir
sig, enda er það beitt.
Ég læt svo staðar numið, en þökk væri mér í því, að Náttúru-
fræðingurinn eða aðrir þeir, sem betur vita um þessa hluti, vildu
leiðrétta það, sem hér kann að vera rangt eða á misskilningi byggt,
og er þá að sjálfsögðu skylt að hafa það, er sannara reynist.
Bergsveinn Skúlason.
Gróður á Holtavörðuheiði.
Holtavörðuheiðin er nú orðin einn fjölfarnasti fjallvegur á
landi hér. Gróðri þar er að mörgu leyti líkt háttað og fjallagróðri
yfirleitt, og ekki mun hann sýnast mikill né merkilegur fyrir
augum vegfarandans. Plönturnar vaxa víðast strjált og hylja ekki
nándarnærri gróðursvörðinn, nema þar ,sem eru mýraflákar og
flóasund. Ber þar og allnokkuð á mosum, fléttum og öðrum lág-
plöntum.
1 sumar hafði eg að ýmsu leyti góða aðstöðu til að athuga
gróðurfarið þarna, þar sem eg var þar að staðaldri næstum 14
vikur. Einn galli er þó á gjöf Njarðar, og hann er sá, að tíðar-
farið var yfirleitt mjög illa fallið til gróðurathugana. Stöðugar
þokur og regnsúld og aðeins 8 sólskinsdagar (samkv. dagbók).
Af því leiðir, að minna ber á plöntunum og gróðrarskeiðið styttra.
Geta ber þess, að gróðurrannsókn þessi nær eingöngu yfir
Strandasýslu-hlutann af heiðinni. Suðurtakmörkin eru um Hæða-
stein þvert austur í Hrútafjarðará.
Þótt listinn, sem hér fer á eftir, sýni 82 tegundir plantna, er
engin vissa fyrir því, að þar vaxi ekki fleiri tegundir. Sumar
plöntur eru svo smáar og vandfundnar, að þær finnast bókstaflega
ekki, nema með því að skríða aftur og fram á maganum „með
nefið niðri í öllu“.
Flóra HoltavörtSuheitSar. Strandasýslu-hlutinn.
Aðalbláberjalyng (Vaccinium myrtillus).
Augnfró (Euphrasia latifolia).
Axhæra (Luzula spicata).
11*