Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 56

Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 56
166 NÁTTÚRUFR. Nokkur orð um grágæsir og helsingja. B. SNJÓGÆSA-ÆTTKVÍSLIN (CHEN, BOIE). 7. tegund. Snjógæs, Chen hyperboreus hyperboreus (Pallas). (Eftir Sergius Alpheraky: The Geese of Europe and Asia. London. 1905.) Samnefni: Anser hyperboreus, Pallas, Anser hyperboreus, var albatus, Chen albatus, Chen hyperboreus albatus, Chen hyperboreus. Lýsing: Þessi gæs er öll snjóhvít eins og nafnið bendir til, nema fremstu flugfjaðrirnar, sem eru svartar með hvítum f jaður- hryggjum, er þó verða gráleitar er neðar dregur (nær fjöður- stafnum) og næstu þakfjaðrirnar eru einnig gráleitar; að öðru leyti er vængfiðrið hvítt, og þegar gæsin situr með samanlagða vængi, sést aðeins á svarta vængbroddana, sem standa út undan snjóhvítum vængþökunum.1) Nefið er ætíð meir eða minna rauðleitt, stundum dökkrautt, en getur verið gulrautt eða jafnvel rauðbleikt; nefnöglin er ætíð talsvert ljósari en nefið sjálft og getur verið allt að því hvít. Jaðrarnir á báðum nefskoltum eru svartir og er það eitt af sér- 1) „Þökur" = þakfjaðrir = skjólfiður, til aðgreiningar frá flug- stél- eða skrautfjöðrum; nýyrði eftir dr. B. Sæmundsson. M. B.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.