Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 60

Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 60
170 NÁTTÚRUFK. Ungar margæsir eru yfirleitt ljósari á lit (grárri) en full- -orðnar. Sýnast þær því tilsýndar all gráleitar, en þó aldrei í lík- ingu við grágæsir; hvítu blettirnir á hálsinum eru ógreinilegri eða sjást alls ekki. Ungar á fyrsta ári eru dökkgráir á höfði og hálsi, ekki svartir, hvítu hálsblettirnir eru þá ekki komnir fram. Vængþökurnar, einkum ofan til á vængnum, eru með breiðum, ljósgráum eða nærri hvítum jöðrum. Á síðunum, bringu og búkn- um framanverðum er fiðrið mjög greinilega ljósjaðrað. Nýskriðn- ir úr eggi eru ungarnir dökkgráir hið efra, en ljósgráir eða nærri hvítir á bringu og kviði. Stærð1) fullorðinna margæsa er talin sem hér segir: Lengd: 590—650 mm, vængir: 320—358 mm, nefið: 30—38 mm, stélið: 97—105 mm, fótleggir: 54—60 mm. Aðalheimlcynni. Margæsirnar eru hánorrænir fuglar. Eru varpstaðir þeirra kunnir í Spitzbergen, Franz Jósefs landi, Síbe- ríuströndum og víðar. Þær eru algengir vetrargestir meðfram vesturströndum Norðurálfunnar, suður um Bretlandseyjar og N orðvestur-Frakkland. 9. tegund. Grænlandshrota, Branta bernicla hrota (Múller). Samnefni: Anas hrota, Múller, Branta bernicla glaucogaster, Brehm. (Sjá að öðru leyti undanfarandi tegund.) Lýsing: Stærð og vaxtarlag mjög svipað og undanfarandi teg., svo að vart má á milli sjá; þó er þessi tegund talin ívið stærri, en naumast er það sjónarmunur. Það, sem á milli ber, er litur- inn. Grænlandshrotan er öll gráleitari en margæsin, en það, sem aðallega sker úr, er bringuliturinn, sem er mjög áberandi ljósgrár og lýsist því meir, sem neðar dregur, og kviðurinn framanverður er oft nærri hvítur. Ungar grænlandshrotur eru mjög svipaðar margæsaungum, en eru þó á öllum aldursstigum mun Ijósleitari á bringu og kviði. Aðalheimkynni þessarar tegundar eru íshafsstrendur Norður- Ameríku, einkum austan til, eylöndin norðan Ameríku og Græn- land, einkum norðvestan til. Þó er hún ekki óalgeng í hinum eystri íshafslöndum, t. d. á Spitzbergen, Novaja Zemlia og Kolguev. 1) Stærðarhlutföll þessi eru ekki alveg áreiðanleg, að því leyti, að telja má víst, að all-flestir höfundar hafa ekki gert greinarmun á grænlands- hrotunni og margæs, og eiga því hæstu tölurnar við vestrænu tegundina.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.