Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 63

Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 63
NÁTTÚRUFR. 173 dekkri ásýndum fyrstu misserin. Nef og fætur eru og móleitari, en síðar verður. Dúnungarnir eru dökkgráir hið efra, en ljósari á kviðnum. Stærð fullorðinna helsingja er talin sem hér segir: Lengd: 560—630 mm (Hörring), 632—694 mm (Kolthoff och Jáger- skiöld), 596—711 mm (Alpheraky). Vængir: 370—420 mm (H), 369—417 mm (K. o. J.), 378—429 mm (A.). Nefið: 25—32 mm (H.), 28—36,3 mm (A.). Fótleggir: 68—77 mm (H.). 63,5—76,2 mm (A.). Miðtáin: 58—64 mm (H.). Hér munar miklu, að höf- undum þeim, sem um þessi efni hafa ritað, beri saman, og liggur við að sinn segi hvað. Verður það helzt skýrt á þann hátt, að stærðar breytileiki sé afar mikill, því ólíklegra er að væna þá um þann hlut, að þeir hafi ekki greint á milli hálfþroskaðra og fullorðinna helsingja. Sjálfur hefi eg því miður enn þá engar athuganir gert í þessa átt. Hefi eg orðið að láta önnur viðfangs- efni sitja í fyrirrúmi, en hér virðist vera verkefni fyrir höndum, þar eð mér vitanlega hafa fáar eða engar athuganir verið gerðar á íslenzkum helsingjum sérstaklega, en fróðlegt er að vita, hvern- ig þeim er háttað. HeimJcynni. Varpstaðir helsingjanna eru kunnir frá Norð- austur-Grænlandi og Spitzbergen, en grunur leikur á, að þeir séu víðar um austanvert Norðuríshafið, t. d. á Novaja Zemlia, Kolguev o. v. Á vetrum eru helsingjarnir algengir gestir á sömu slóðum í Norðurálfu og margæsirnar. Hér á landi eru helsingjar algengir farand-farfuglar vor og haust. Á vorin koma þeir um líkt leyti og margæsirnar, að minnsta kosti ekki seinna, en ferðum sínum haga þeir talsvert á annan veg. Margæsirnar fara, sérstaklega á vorin, meir með ströndum fram, en yfir land, helsingjarnir fara hinar venjulegu fargæsa- leiðir þvert yfir land frá suðri til norðurs á vorin, og fylgja þá stóránum á þessari leið og koma aftur hina sömu leið að haust- inu. Hefir áður verið vikið að farleiðum gæsanna norður og suður um hálendi landsins og nægir að vísa til þess. Helsingjarnir virðast vera all-vanafastir á þessum vor- og haustferðum sínum, í sumum héruðum landsins eru þeir afar al- gengir, en svo að segja sjást varla í öðrum landshlutum. Aðal helsingja héruð landsins eru Skagafjörður og nágrenni hans, norð. anlands, en láglendis héruðin sunnanlands, einkum meðfram ám þeim, sem þar falla til sjávar, t. d. Ölfusá, Þjórsá og Markarfljóti.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.