Náttúrufræðingurinn - 1934, Qupperneq 64
174
NÁTTÚRTJFR.
11. tegund.
Rauðhelsingi, Branta ruficollis (Pallas).
(Eftir T. A. Coward: The Birds of the British Isles.)
Samnefni: Anser ruficollis, Pallas, Bernicla ruficollis (Pallas), Rufi-
brenta ruficollis (Pallas).
Lýsing: Höfuðið og hálsinn aftanverður er svart, milli nefs
og auga er kringlóttur hvítur blettur, sinn hvoru megin á andlit-
inu. Fyrir aftan augun er og stór, rauð-móleitur blettur eða skella,
með breiðum, hvítum jöðrum, sinn hvoru megin á höfðinu og nær
alveg niður undir háls. Niður úr blettinum aftanverðum, gengur
mjó hvít rák eða taumur eftir endilöngum hálsinum utanverðum
og skilur þannig á milli svarta litarins að aftan og rauða, eða
rauð-móleita litarins framan á hálsinum og ofanverðri bringunni.
Fyrir framan augun, en aftan kringlóttu, hvítu blettanna, er svört
rák niður í kverkina, sem einnig er svört. Bak og herðar eru svart-
ar og vængirnir svart-gráir, stærstu (neðstu) og mið vængþök-
urnar eru með hvítleitum jöðrum, sem mynda tvær ljósleitar þver-
rákir á vængnum. Flugfjaðrirnar og stélið er svart, en stélþök-
urnar, bæði ofan og neðan á stélinu eru hvítar. Hálsinn framan-
verður og bringan ofanverð er rauðmóleitt eins og þegar hefir
verið tekið fram, og takmarkast rauði liturinn að neðanverðu af
mjórri, svartri, og ívið breiðari, hvítri þverrák. Þai fyrir neðan er
neðri hluti bringunnar og efri hluti kviðarins svartur, en aftari
hluti búksins er að öðru leyti hvítur, en á síðunum, aftur á læri,