Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 66

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 66
176 NÁTTÚRUFK. Gæsaættkvíslirnar greinast sem hér segir: A. „Tennurnar" í efra skolti sjást greinilega að utanverðu. 1) Nefið digurt, hæð þess við nefrótina talsvert meiri en helmingur neflengdarinnar. Fuglinn allur hvítur, nema flugfjaðrirnar, sem eru svartar. Snjógæsaættkvíslin (Chen). 2) Nefið grennra, hæð þess við nefrótina er minni en helm- ingur neflengdarinnar. Fuglinn er aldrei alhvítur (nema aligæsir, sem hér koma ekki til greina). Grágæsaættkvíslin (Anser). B. „Tennurnar“ í efra skolti sjást alls ekki að utanverðu. Helsingjaættkvíslin (Branta). Gæsategundirnar greinast þannig: I. Nefnöglin hvít. A. Höfuðið allt gráleitt, búkurinn framan og ofanvert við stélið ljósgrár. Stóra grágæs (Anser anser). B. Ennið á fullorðnum fuglum hvítt, búkurinnn framan og of. anvert við stélið all-dökkur, grámóleitur. 1) Blesan nær ekki upp að augunum. Neflengdin 42 mm og þar yfir. Stóra blesgæs (Anser albifrons). 2) Blesan í enninu nær upp fyrir augun. Neflengdin venju- lega 31—35 mm, sjaldan allt að 39 mm. Litla blesgæs (Anser erythropus). II. Nefnöglin svört. 1) Nefið rauðgult og svart. Fæturnir rauðgulir. Akurgæs (Anser fabalis). 2) Nefið með breiðu, rauðbleiku belti aftan nefnaglarinnar, en framan við nasaholurnar, annarsstaðar svart. Fæturnir bleikrauðir. Heiðagæs (Anser brachyrhynchus). Helsingjategundirnar greinast svo: I. Hálsinn og bringan ofanverð svört. A. Vangarnir hvítir. Helsingi (Branta leucopsis).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.