Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 71

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 71
NÁTTÚRUFR. 181 vatnið og þar sátu þær í þetta sinn. Eg kastaði tölu á veiðibjöll- urnar gegnum kíkinn, og voru þær um 280. Marg oft hafði eg séð veiðibjöllurnar fljúga upp, og höfðu þær þá vanalega svo að segja strax sezt aftur eða flogið burt. En í þetta sinn hafði eg tekið á mig töluverðan krók, þó heitt væri í veðri, til þess að fæla ekki upp fuglana, og lá nú á bakinu og horfði upp í himininn, en á honum var ekki eitt einasta ský. Heyrði eg þá á kvaki veiðibjallnanna, að einhver styggð hafði komið að þeim, og að þær voru flognar upp, en gaf því ekki frekar gaum. Á kvakinu, sem hélt áfram, heyrði eg, að þær settust ekki aftur, og brátt voru þær komnar svo hátt, að eg sá þær, án þess að hreyfa mig, þar sem eg lá á bakinu uppi á fellinu. Hvað voru veiðibjöllurnar að gera? Þær flugu fram og aftur, hver fyrir sig, og án þess hópurinn færðist nokkuð úr stað. Hver var meiningin með þessu háttalagi? Meðan eg lá þarna og undraðist yfir þessu, heyrði eg til hrafna, sem voru að ráðgast, og sá síðan þrjá þeirra koma fljúg- andi. Þeir voru auðsjáanlega eins og eg, forvitnir að vita, hvað þarna væri á ferðinni, því þeir breyttu stefnu í áttina til veiði- bjallanna, hækkuðu flugið, og voru von bráðar farnir að fljúga innan um þær. Veiðibjölluhópurinn hafði nú færst lítið eitt til suðurs, svo eg þurfti að horfa í sólina, til þess að sjá hann, og var kominn svo hátt, að eg man ekki til, að eg hafi nokkru sinni séð fugla fljúga svo hátt. — Eg heyrði nú hundgá, og sá mann og hund í hlíðinni hinum megin við vatnið; þóttist eg þá sjá, hvað fælt hafði veiðibjöllurnar upp. En meðan athygli minni var beint að manninum og hund- inum, hurfu veiðibjöllurnar mér. Alveg óvænt fékk eg skýringu á þessu háttaiagi veiðibjalln- anna síðla sama dags. Eg var þá að halda heim á leið og var að koma sunnan úr hraununum. En er eg nálgaðist áðurnefnt fell, heyri eg veiðibjöllurnar, sem þangað höfðu þá verið komnar aftur, byrja að kvaka, og sé þær fljúga upp frá vatninu. Það var fólk í berjaleit, sem þarna var komið, sem hafði komið styggð að þeim. Eg hélt nú í fyrstu, að sagan frá því um morguninn ætlaði að endurtaka sig, því veiðibjöllurnar flugu fram og aftur eins og þær gerðu þá. En eftir nokkra stund tóku 10 til 20 sig út úr, og flugu beint til vesturs. Þegar þær voru komnar 2—300 stikur frá hópnum, flaug annar smáhópur á eftir þeim, og síðan þriðji
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.