Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 73
NÁTTÚRUFR.
183
Marsvín rekin á land.
Eitthvað 67 marsvín voru rekin á land í Fossvogi 2. okt. 1934,
að kvöldi dags. Kvöldið áður sást marsvínavaða úti af Njarðvík-
um, en enginn sinnti henni. Ekki er ólíklegt, að um sömu vöðuna
hafi verið að ræða. Stærð þeirra marsvína, sem náðust í Fossvogi,
var 2—6 metrar, flest voru 3—4 metrar á lengd, fá minni. Magar
voru tómir, en nokkrar kýr með fóstri, og voru, að því er virtist,
sumar komnar að því að bera.
Marsvín hafa, á síðari öldum, verið rekin, eða hlaupið á land,
sem hér segir:
1606 fékk Jón lærði 40 rekin á land í Bjarnareyjum á Breiðafirði.
1800 rak 45 við Selárdal um allra heilagra messu (1. nóvember).
1818 voru 100 rekin á land í Reykjavík, 23. september.
1824 voru 500—600 rekin á land við Harðakamb á Snæfellsnesi
í október.
1852 voru 65 rekin á land hjá Kleppi fyrir innan Reykjavík, í júlí.
1878 voru 207 rekin á land í Njarðvíkum, og stendur svo um at-
burð þann í Þjóðólfi:
„23. þ. m. voru 207 marsvín rekin á land í Njarðvíkum. Varð
vart við þau kvöldið fyrir, hvar( þau brunuðu í torfu utan úr hafi
og beint inn á víkina. Hlupu menn þá til skipa, allir sem gátu, og
háðu eltingaleik við hvali þessa alla nóttina með grjótkasti og
ópum; sluppu þeir 10 sinnum úr höndum þeirra, en stöðvuðust
brátt, til þess að hvíla sig, er fram á víkina kom. Nokkrir höfr-
ungar voru í hópnum, og ollu þeir mestum óróanum, en loksins
tóku þeir sig út úr og hlupu á land og dóu þegar. Eftir það voru
marsvínin auðsótt, og voru þau öll stungin til bana, þar sem hæg-
ast var að bjarga þeim frá sjó. Skiptu Njarðvíkingar veiðinni í
tvo staði jafna, landhlut og veiðihlut; var síðan landhlutnum
skipt eftir hundraðstölu ábúenda hverfisins, en hinum hlutnum
jafnt milli manna þeirra, sem að veiðinni voru“. (Þjóðólfur 30.
ár, bls. 94.)
1927 voru 200—300 rekin á land á Sandi (Sn.), 7. sept., 6—10
álna löng. Mörg með fóstri.
1928 hlupu 75 á land á Skipaskaga (Akranesi), 22. nóvember.
1929 rak eða fjaraði undan 200 við Ófeigsfjörð, af 1000, sem sagt
var, að hefðu verið þar á ferðinni, í ágúst. (Ægir, 9. tbl.
1929).
1933 voru ca. 300 rekin á land í Ólafsfirði (sjá Náttúrufr., 3.
árg., bls. 124).