Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 117
...........llUlllllllllllllllf ...........Illllllllllllllllllllllllllllllllllf IIIIIIIIIIIIIIIMMIIIIIlllIIMIIIIIiriMIIII
Hér eru sýndar þrjár vafningsplöntur. Tvær (A og B) sveigjast til vinstri
handar, en sú þriðja (humall) til hægri (Ove Paulsen).
sér til stuðnings. Venjulega eru gripþræðirnir mjóir og önnur hlið
þeirra kúpt, hin íhvolf. Snertinæmið er mest í íhvolfu hliðinni,
en hin er þó oft ekki tilfinningarlaus, því að með því að strjúka
hana má hindra gripþráðinn í að vefja sig eins og vanalega.
Mjög ungir eða gamlir gripþræðir eru ónæmir á snertingu.
Sjálf hreyfingin kemur fram við það, að önnur hlið gripþráð-
anna vex miklu örar en hin. Meðan gripþræðirnir ekki hafa náð
sér í stuðning, sveigjast þeir fram og aftur og gera sveiflur eða
smásnúninga í loftinu. Vafningsjurtin, t. d. humallinn, vefur sig
utan um stoðina með aðalstönglinum. Vefja sumar til vinstri, en
aðrar til hægri, þar á meðal humallinn. Vafningshreyfing hans
fer í sömu stefnu og vísirinn á klukku, sem liggur á borði. Ef til
vill hefir aðdráttarafl jarðar hönd í bagga með hreyfingum vafn-
ingsplantanna, sem örvun.
Snerting veldur vaxtarhreyfingu á fjölda annara plantna, og
eru þær þá oft útbúnar með margvíslegum tækjum til þess að halda
sér með, svo sem gripklóm, þyrnum og rótum eða helftiflögum,
sem þá vaxa skuggamegin út úr plöntunni. Þannig er því t. d.
varið með bergfléttu (Hedera). Erlendis er hún víða látin vaxa
upp með húshliðum og hylur þær að lokum, svo að allt er iðgrænn
veggur.