Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 78
186 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
111II11111111111111111111111111III It III111111111111111111111 í 1.11111IIIII11..11111111 ■ 11111111111111111IIIIIIII11111111111111111 ■ t • 11111IIII11IIIIIIIII
Gísli Gestsson fot.
Jarðarberjaplanta.
Okkar land er, eins og allir vita, svo fátækt að matjurtum, að ekki er
talið borga sig að rækta neitt af þeim plöntum til manneldis, sem vaxa hér
villtar. Þó er hér ýmislegt ætilegt á boðstólum, sem safnað er, en meira mun
það gert til gamans en gagns, og þótt berjatínsla sé stunduð af miklu kappi
af börnum og unglingum, þá mundi bað þó vera harla léleg atvinnugrein.
Stærst og Ijúffengust af öllum berjategundum, sem hér vaxa, er jarðar-
berið, en því miður er það einnig ein sjaldgæfasta tegundin. Það er ólíkt öll-
um öðrum íslenzkum berjum, enda er það ekki eiginlegt ber, heldur svonefnt
samaldin, — fiestir munu líka kannast við, að í jarðarberinu eru kjarnarn-
ir, eða fræin, ekki innan í berinu eins og gerist í öðrum berjum, heldur utan
á því. — Það er hægt að rækta íslenzk jarðarber i görðum og fá af þeim
sæmilega uppskeru, en þó vart eins og af útlendum afbrigðum, sem lengi
hafa verið ræktuð og kynbætt.
Myndin, sem var tekin síðast í júlí 1937, sýnir jarðarberjaplöntu í full-
um blóma með' einu hálfþroskuðu beri. Plantan var í meðailagi stór, eða um
8 cm. á hæð. G. G.