Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 115
iliiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiimmiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiii
eftir plöntunni. Sé aðalrótin skorin burtu, fær einhver hliðarrót-
in sömu stefnu og aðalrótin hafði áður.
2. Ljóshreyfingar. Orsök þeirra er einhliða birta, er veldur
því að plantan fer að vaxa til þess að nálgast eða f jarlægjast Ijós-
ið eftir ástæðum. Allir hafa séð, hvernig gluggablóm snúa öllum
blöðunum út að birtunni; ef plantan er látin standa óhreyfð í
nokkra daga, sést þetta mjög greinilega. Ljósið er nauðsynlegt og
blaðstilkarnir snúa upp á sig og beygja sig á ýmsan hátt, svo að
blöðin viti sem bezt við birtunni. Þetta er líka greinilegt í skógi.
í skógarjaðrinum vaxa greinar trjánna allar burtu frá skugga
skógarins og út til ljóssins, og inni í skóginum teygja trén laufið
upp í birtuna, sem hér kemur mest að ofan, og verða bolhá. Ljós-
næmi plantnanna er annars æði misjafnt og skuggaplöntur þola
illa mikla birtu og reyna þá að hreyfa sig burt frá ljósinu. Svo
er um margar skógarjurtir, t. d. burkna. Hér á landi koma gjárn-
ar og hraunholurnar þessum jurtum víða í stað skógar. Ljósnæm-
ið er mest hjá sjálfu blaðinu, blöðkunni, en blaðstilkurinn annast
hreyfinguna. Áhrifin hljóta því að geta borist frá blöðkunni, sem
skynjar Ijósið, og til stilksins. Þegar kartöflur spíra í myrkri,
verða spírurnar langar og renglulegar. Þær eru að reyna að teygja
sig upp til ljóssins. í birtu þurfa þær ekki að leita ljóssins og
spírurnar verða þá grænar og þreklegar. Af ofanskráðu er ljóst,
að plönturnar geta hreyft sig og þyngdaraflið og ljósið eru öfl
þau, sem mestu ráða um vaxtarlag plantnanna. En margt fleira
örvar plönturnar til hreyfinga.
3. Hitabreytingar. Tilraun má gera á þann hátt, að láta fræ
spíra í röku sagi í kassa, og sjá þá um að meiri hiti sé í öðrum enda
kassans en í hinum. Við lágan hita vaxa ræturnar í áttina til hit-
ans, en við mikinn hita burtu frá honum.
4. Hreyfingar af völdum rafmagnsstrauma. Sé rafmagns-
straumi hleypt í gegnum vatn, sem jurtarætur vaxa í, þá fara ræt-
urnar að hreyfa sig að straumnum, ef hann er sterkur, en burt
frá honum, ef hann er veikur. Straum-aðleitnin stafar líklega af
skemmdaráhrifum, því að ræturnar deyja fljótlega á eftir. —
Skemmdaráhrifa gætir líka, ef rótaroddurinn er látinn verða fyr-
ir einhliða áhrifum af silfurnítrati, eða ef komið er við hann var-
lega með heitum hlut, t. d. glerstöng. Venjulega reynir jurtin að
hreyfa sig burtu frá skemmdavaldinum, en dregst þó stundum að
honum.
5. Hreyfingar af völdum streymandi vatns. Sé rennandi vatn
8*