Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 68
176 NÁTTtJRUPRÆÐINGURINN
iimiiiiimiliiiuiimimiimiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimimimiiimiiiiiiimiiiiiiiiMiiiiimiiimiiiimimmimiiiiiiiliiiiiliiliilil
fyrir hendur að rannsaka áhrif sólbletta á trjávöxtinn. Hann tók
til samanburðar vöxt risafurunnar í Kaliforníu og vöxt skóg-
furunnar í Noregi, Svíþjóð og Þýzkalandi. Niðurstaða hans varð
sú, að hann þóttist finna, að vöxtur trjánna gekk í bylgjum, og
hver vaxtarsveifla stóð um 11 ára skeið, er svaraði til þess, sem
kunnugt er um misjafnan styrkleik sólblettanna. Aðeins á tíma-
bilinu frá 1650 til 1725 varð ekki vart við nokkrar slíkar sveiflur.
En stjörnufræðingur nokkur enskur skýrði Douglas frá því, að
á þessu árabili hefði engra sólbletta orðið vart, og þar með var sú
sorg sefuð.
Annars verður mjög að gæta þess, að samræmi í vexti ár-
hringa getur oft aðeins náð yfir lítið svæði. Frá Noregi er það
kunnugt, að þótt hið bezta sumar sé Austanfjalls, þá getur verið
illæri í Þrændalögum og gagnkvæmt. En í árhringurunum mót-
ast nákvæmlega, hver vaxtarskilyrðin eru á þeim stað, er tréð
stendur.
Líf allra jurta og dýra er háð fjölda lífsskilyrða. Þau verða
ekki einungis að hafa næga fæðu, heldur einnig nægan hita og
ljós. Ef ljósið er of lítið, þá þýðir það ekkert, þótt gnægðir séu
matar, eða kjörhiti. Sá þáttur lífskjaranna, sem minnstur er mátt-
ar, ræður því, hvort einstaklingurinn lifir eða deyr. Þessu hefir
stundum verið líkt við tunnu, sem sett er saman af mislöngum
stöfum. I henni verður ekki geymt meira vatn en jafnhátt lægsta
stafnum. Ef vér nú gætum fyrirhitt einhvern þann stað á jörð-
unni, þar sem vér vitum, að ætíð er nægur hiti, en úrkoma er af
skornum skammti, þá er líklegt, að vér í árhringum trjánna get-
um fengið nákvæmt mál þess, hversu úrkomu hefir verið háttað
á liðnum tímum. Þau árin, sem úrkoma er næg, verður vöxturinn
mikill, en hin árin lítill. Þessu er þó ekki svo háttað þar, sem risa-
fururnar vaxa nú. Heimkynni þeirra eru skammt frá vesturströnd
Ameríku, og gróðrarskilyrði eru þar ágæt, bæði nægur hiti og raki.
Ef vér aftur á móti förum austur fyrir Klettafjöllin, finnum
vér í ríkjunum Arizona, Utah, Colorado og New Mexico staði þar
sem rannsóknir árhringa hafa gefið mestar og merkilegastar
niðurstöður. Þar er að vísu kcmið út fyrir það svæði, sem risa-
fururnar vaxa á, en starf það, sem þarna hefir verið unnið, er
reist á rannsóknum þeim, er fyrr voru gerðar á risafurunum, svo
að hér er viðeigandi, að geta um störf og rannsóknir prófessors
Douglass og samverkamanna hans 1 þessum ríkjum.
Mikill hluti landa þessara eru eyðimerkur, og víðast er úr-