Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 30
138 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN imiiiiiiiimiimiiiiiiitimiiiiiiimimimmmmimmimimmmiimmiiimiimiiMiiiiiiimmiiii:iiiiitiiimim:iiiiii!iiiimmmir ferlíkiS á fætur öðru er rifið út úr yfirborði sólarinnar og þýtur með ótrúlegum hraða út í geiminn. Ef stjarnan kæmi nú nær, myndi allt þetta efni komast alla leið til hennar, og sameinast efni hennar, ef til vill myndaðist einskonar brú á milli sólarinnar og stjörnunnar. En enn þá breytist viðhorfið. Stjarnan stefnir nú ekki lengur beint á sólina, hún siglir nú sinn sjó fram hjá henni, svo að ekkert verður úr árekstri, þótt hún sé komin mjög nálægt. Stjarnan fer nú aftur að fjarlægjast sólina, aðdráttarafl hennar á hana fer nú hratt minnkandi, og hverfur loks að mestu. Efnið, sem togaðist út úr sólinni, eins og áður var lýst, mætir nú nístandi kulda úr geimnum, um það myndast yfirborðshimna úr hálfstorknuðu og fljótandi efni, utan um glóandi lofttegundir. Þetta efnisferlíki, sem losnaði við sólina, og svífur nú í geimnum í námunda við hana, er líkast vindli í lögun, og veit annar ondi vindilsins að sólinni, en hinn frá henni. Sá endinn, sem burt veit, var einu sinni toppurinn á „flóðbylgjufjallinu" mikla, sem stjarn- an olli. Miðhluti vindilsins er sá hluti flóðbylgjunnar, sem slitn- aði úr sambandi við sólina á meðan stjarnan var næst henni, en innri endinn er síðasti „úðinn“, sem losnaði úr læðingi og sagði skilið við sólina, áður en hin ytri áhrif aðkomustjörnunnar hurfu að mestu leyti. Á meðan við horfum á þennan einkennilega vindil úr tímavél- inni okkar, líða áramilljónir. Vindillinn kólnar meira og meira, yfirborð hans þéttist, og hann fellur í sundur í heljarmikla „dropa“ alveg eins og þegar regn myndast í skýjum. „Droparnir“ eru í röð, eins og feikna perlur dregnar á band, stærstar eru perlurnar í miðjunni, en smærri til beggja enda, næst sólinni og fjærst henni. Ef aðkomustjörnunnar nyti nú ekki við, myndu droparnir, eða hnetti skulum við kalla þá, detta inn í sólina aftur. En stjarnan hefir enn nokkur áhrif, þótt hún f jarlægist óðum, og þeirra vegna komast hnettirnir á hreyfingu, þeir fara að ganga kringum sól- ina. Ægilegt er um að litast í námunda við sólina eftir þessa miklu byltingu. Auk hnattanna, sem mynduðust, þegar „vindillinn" kóln- aði, úir og grúir af minni hnöttum og hnattabrotum, sem stöðugt verða á vegum stærri hnattanna, þegar þeir leggja á rás, eins og klukkuverk, sem sett er á stað í fyrsta skipti. Brautir hinna nýju hnatta eru því fyrst í stað harla óreglulegar, því að sífellt eru þeir að rekast á „flökin“. Smátt og smátt draga þeir þó að sér alla þá mola, sem undir áhrif þeirra koma, aldrei hefir sagan séð aðra eins vígahnatta-öld. Fleiri og fleiri af brotunum stranda þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.