Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 11
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 119 imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiHiiumiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimmimiiiiiiiiiiimiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiHiiii Sé smári tekinn að degi til og látinn í myrkur, þá lokast blöðin fljótlega. Stafa hreyfingarnar því af áhrifum ljóssins. Við að láta ljós skína á smárann á dimmri nóttu má hindra eða tefja lokunina. Ýmsar fleiri plöntutegundir „sofa“ á nóttunni, þar á meðal mímósan fræga. Hafa þær oft sérstök hreyfitæki, þar sem breytingin á vökvaþenslunni fer fram, einkum í „liðum“ eða þykk-, ildum við grunn smáblaðanna eða stilksins. Gætir svefnhreyf- inga einkum hjá plöntum með samsettum blöðum. Smárablöð geta hreyft sig hægt fram og aftur í myrkri. Vita menn ógerla um orsakir þess. Hrifnæmi er til hjá nokkrum plöntum og er Iireyf-mig-ei eða mímósan þeirra frægust. Ef komið er við hana, leggur hún saman blöðin og blaðstilkarnir sveigjast niður. Þetta gengur fljótt, einkum ef hún verður fyrir dálitlu höggi eða er hrist. Blöð af mímósu. A er blað (að degi til), sem ekki hefir orðið fyrir snertingu. En það hefir B, og því hafa öll smá-blöðin lokast (Ove Paulsen). Áhrifin frá blaðinu, sem komið var við, geta borist um alla plönt- una, ef nógu harkalega var að henni farið. Sé skorið í plöntuna eða logandi eldspýta borin að henni, hefir það sömu áhrif og við- koma eða högg. Eftir nokkra stund opnast blöðin aftur og blað- stilkarnir rétta úr sér á ný. Blaðstilkurinn er gildastur neðst, þar er liður. Höggið eða önnur ytri áhrif hafa þann árangur, að vökvaþenslan minnkar í neðri hluta liðsins. Þenslan í efri hluta liðsins þrýstir þá stilknum niður. Af því, sem sagt hefir verið, er auðsætt, að því fer fjarri að plönturnar séu hreyfingarlausar verur. Öðru nær. Þegar að er gætt kemur í ljós, að hreyfingar. þeirra eru margbrotnar og und- ursamlegar. Ingólfur Davíðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.