Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 129
iliiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
var tómur uppspuni. Þar gat að lesa greinar um risavaxin tré,
ótrúlegustu dýr, fleyga menn, stutt og laggott: Auðugt líf, öld-
ungis frábrugðið jarðlífinu. Þótt blaði þessu verði ekki taldar
þessar frásagnir til tekna, verður að geta þess, til þess að sýna
áhuga manneskjunnar á spurningunni um líf á öðrum hnöttum,
að blaðið varð á svipstundu feikna víðlesið, enda þótt það væri
lítt þekkt áður en það hóf þennan skáldsagnafaraldur.
Það sem við sjáum frá ferðavélinni okkar er heldur en ekki
frábrugðið því, sem lýst var í ameríska blaðinu. Á yfirborði
tunglsins eru auðsjáanlega víðlendar eyðimerkur; þær eru meira
og minna flatar; þar er ekkert líf að sjá, hvað þá heldur mann-
virki. Hingað og þangað í eyðimörkinni rísa há, hringmynduð
fjöll frá jafnsléttu, engu líkari en gömlum, feiknastórum gýgum,
en það eru þessi fjöll líka eftir öllum merkjum að dæma. Sum af
þessum „hringfjöllum“ eru svo stór, að allur Vestfjarða-kjálkinn
gæti staðið innan í þeim. Hér og þar sjáum við hvassa fjalla-
tinda og langa fjallgarða, sem eru enn í dag eins köntóttir og
ófágaðir eins og þegar þeir urðu til, endur fyrir löngu. I milljónir
ára hafa fjöllin á jörðunni verið undirorpin áhrifum af regni,
snjó og vindi, og þess vegna hafa þau veðrast, en um slíkt eru
engar menjar á tunglinu, af því að þar vantar gufuhvolfið. Fyrir
fræknustu fjallafara væri það hrein eldraun að klifa upp fjöllin
á tunglinu, jafn há og brött og þau eru. Fjallgarður sá, sem við
sjáum að liggur á ská „neðantil“ á tunglinu, er um 720 km. á
lengd, með yfir 3000 tindum. Sá hæsti er um 6000 metrar á hæð,
og annar er rúmlega 5000 metrar. Fyrir norðan þennan fjallgarð
liggur mikil slétta, sem áður var haldið að væri haf, niður að
henni falla f jallshlíðarnar, snarbrattar og klettóttar, sem úthafs-
strendur. •—
Orsökin til þess, að um tunglið er ekkert gufuhvolf, er líklega
sú, hve létt það er, og aðdráttarafl þess lítið. Það var rétt á tak-
mörkunum, að ferðavélin okkar, sem fór af stað með 11 km. byrj-
unarhraða á sek., gæti sigrazt á aðdráttarafli jarðarinnar. Ef
hraðinn hefði verið ofurlítið minni, þá hefði vélin okkar •— með
okkur í — fallið til jarðar aftur, alveg eins og byssukúla, sem
skotið er upp í loftið. Gufuhvolf jarðarinnar er ekkert annað en
óteljandi fjöldi af mólekýlum, sem stöðugt eru á sífelldri hreyf-
ingu með miklum hraða, ef til vill mörg hundruð eða mörg þús-
und metr. á sekúndu. En fæst þeirra ná þeim hraða, sem nauðsyn-
9