Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 16
124 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
iiiriiiiiiiKiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiir
það sé nóg að fara út í skóga hitabeltisins og tína þar banana til
neyzlu og sölu.
Ógrynni af banönum eru borðuð árlega í heiminum, — þeir
þykja hvarvetna mjög hollur og ljúffengur matur og eru sums-
staðar notaðir sérstaklega mikið handa skólabörnum. Til þess að
fullnægja eftirspurninni eru bananar ræktaðir í stórum stíl og með
miklum kostnaði. Sumsstaðar þarf að ryðja frumskóg, þurka
óhollar fúamýrar og eyða skaðlegum flugum (meðal annars með
olíuáveitum). Svo er ýmsum vandkvæðum bundið að flytja þá
óskemmda sunnan úr hitabelti hingað norður til vor. Vegir,
jafnvel járnbrautir, eru lagðar fram og aftur um bananlundina,
til þess að hægt sé að flytja þá í flýti, helzt á einum degi, til út-
flutningshafnarinnar. Hugsum okkur nú, að við værum komin suð-
ur í hitabelti, t. d. til Mið-Ameríku, og færum að skoða banana-
akur um uppskerutímann í janúar, einmitt þegar hér er vetrar-
kuldi og allar plöntur í dái. Við komum inn í stóran bananskóg,
allsstaðar hanga stórir bananklasar hátt uppi. Hvarvetna er líf
og annríki. Fram með veginum liggja stórar hrúgur af banönum,
grænum að lit, og innan úr skóginum heyrast axarhöggin og brak-
ið í bananplöntunum, þegar þær falla með stóru, þungu banan-
klösunum. óp og óhljóð kveða við allt í kring. Flestir verkamann-
anna eru svertingjar. Þeir vinna af mesta kappi og æpa og syngja
við vinnuna. Þeir hlaupa fram og aftur og bera kippur af banön-
um mjög varlega á púða á öxlinni, eða láta múldýr bera þá og eru
klyfjarnar stundum nokkuð þungar. Úr öllum áttum er komið
með banana og þeim komið fyrir á trépalli. Eru breidd yfir þá
bananablöð til hlífðar gegn sólarhitanum. Svo er öllu ekið á hafn-
arstaðinn, og er þeim hlaðið upp á bryggjurnar í stóra, græna
hlaða, og svo komið út í skipin eins fljótt og hægt er. Hit-
inn er um 30°, svo að þeir skemmast á fáum dögum. Bananarnir
eru nú skoðaðir vandlega og verða að vera alveg mátulega þrosk-
aðir. Nú er haldið af stað. Hitinn í lestinni þarf að vera alveg
jafn og stöðugur og er litið eftir því oft á sólarhring. Fyrst í stað
er hætt við að hitni í þeim, og eru því kælivélar skipsins í gangi
meðan siglt er um heitu höfin. Fyrstu sólarhringana er siglt yfir
Mexicó-flóann og fram hjá suðurodda Florida í heitu veðri. Svo
fer að smákólna og brátt erum við langt úti á Atlantshafi í nor-
ræntim febrúarkulda. Skipsmenn hafa fylgzt nákvæmlega með
hitabreytingunum og nú eru kælivélarnar hættar að starfa, en
lestin hituð upp í staðinn. Bananarnir hafa ekki orðið varir við