Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 40
148 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
lllllllllllllllll..
þótt trygg sé, að sá fræi og planta smáum trjám, er afar seinleg.
Þó mun hún vera aðalúrræði íslenzkra skógræktarmanna. 0g hún
getur líka gefist vel. En eitt er þó í þessu sambandi, sem þess er
vert að athugað sé, og það er sú aðferð að flytja fullvaxin tré úr
gömlum skógum inn í hin nýju skóglönd og gróðursetja þau þar,
til skjóls hinum ungu plöntum og til uppfyllingar. Ber þá að taka
tré þessi aðallega úr þeim skógum, sem afsíðis eru, eða talið er
að muni liggja undir skemmdum, annaðhvort af völdum náttúr-
unnar eða þá manna, bæði beinlínis með skeytingarleysi og óbein-
línis með hirðingarleysi.
Bjarkirnar í landi Tungu í Bleiksmýrardalsmynninu munu
við væntanleg eigendaskipti geta hlotið ill örlög. Því verður að
kappkosta að sjá svo um, að sá, er landið hlýtur, sé þess verður
að hljóta. Fyrst og fremst verður að bægja þar bröskurum frá
að ná eignarrétti. Sauðfjárupprekstrar Eyfirðinga í þingeysk
eyðijarða- og afréttalönd mega aldrei líðast.
Viðkomandi hreppur, Hálshreppur, mun heldur eigi verða sá
góði eigandi, sem bjarkirnar í Bleiksmýrardal þarfnast. Eigi má
þó mál mitt skilja á þá leið, að eg telji Fnjóskdælinga yfirleitt
líklega til að eyðileggja sína eigin skóga, þó að vísu sé til einstaka
maður þeirra á meðal, sem dýrkar eld sinn og haframjölsgrauta
meir en fagran skóg. Það er hirðingarleysið, sem helzt er að
óttast. —
Skógræktarfélagið á Akureyri og í Eyjafirði ynni þarft verk
í þágu skógverndunarinnar, ef það keypti jörðina Tungu í Fnjóska-
dal. Og auðvitað verður að sjá svo um, með einhverjum góðum
ráðum, að félagið hljóti jörðina fyrir mjög lítið verð, eða þá að
minnsta kosti með alveg sérstaklega góðum greiðslukjörum. Skóg-
inn í landinu verður svo félagið að vernda. (Og þá má eigi gleyma
birkiskóginum í Tunguöxl. Sjá Náttúrufræðinginn 5. ár, bls. 64.)
Og mun það til þess geta notið aðstoðar skógarvarðarins á Vögl-
um. Mörg tré í Tunguskógi munu vera hentug til að flytja lifandi
til gróðursetningar í skógarnýrælctinni austan við Akureyrarpoll,
og væri þá gott að þurfa eigi að taka til þess tré úr hinum stærri
skógum. Fræsöfnun gæti skógræktarfélagið látið framkvæma á
eigin eign o. s. frv.
Það er gott og gagnlegt að varpa fram tillögum. En það er
eigi nóg. Framkvæmdirnwr mega ekki stranda, — allra sízt á þeim,
sem framkvæmdamáttinn hafa.
Sigurður Draumland.