Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 8
H6 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Hiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii n iniiiiiiiiniiiiiiii iii iiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiii iii 1111111111111111111111111111111 látið leika um kímræturnar, þá beygist rótaroddurinn á móti straumnum. Rótin beygist á sama hátt, þótt oddurinn sé tekinn af. Tilfinningin er því ekki sérstaklega bundin við rótaroddinn. 6. Rakahreyfingar. Ýmsir plöntuhlutar eru rakanæmir. Gró- frumur myglusveppanna forðast rakan jarðveg eða votan hlut, ef hann er látinn nálægt þeim. Jurtarætur eru vatnsleitnar, og forðast þurrt umhverfi. Þetta má sýna með einfaldri tilraun. Plantan er látin vaxa í röku sagi í grunnum bauk með vírnets- botni. Rótaroddurinn vex niður um botninn. Loftrakinn er mis- jafn og rótaroddurinn vex aftur inn í raka sagið í bauknum. En þar eð hann er jarðleitinn, eins og skýrt er frá í kaflanum um þyngdarhreyfingar, þá vex hann brátt niður úr botninum aftur, síðan inn í sagið á ný og svo koll af kolli. Líka má rækta plönt- una í mjóum kassa og gæta þess vandlega að vökva moldina að- eins öðrum megin við plöntuna. Rakanæmið er í rótaroddinum, því að þótt votum silkipappír sé vafið um rótina, að bláoddinum undanteknum, þá hreyfir rótin sig á sama hátt og áður. 7. Efnahreyfingar. Loftkennd efni og sundurleyst örva oft hreyfingar hjá plöntunum. Um áhrif efna á sjálfhreyfilegar plöntur er áður talað lítillega. Bakteríur í vatnsdropa breiða nokkurnveginn jafnt úr sér um allan vökvann. Ef við nú stingum hármjórri pípu, sem gott næringarefni, t. d. sykur, er uppleyst í, niður í dropann, þá nálgast bakteríurnar brátt pípuna, þær eru sykurleitnar. Mosafrjó eru líka sykurleitin. Samdrátturinn milli eggfrumanna og sáðfrumanna er og líklega efnahreyfing. Efna- næmi finnst líka hjá mörgum jarðföstum plöntum, t. d. sveppa- þráðum (og frjópípum). Sé sveppgróum sáð á jurtablað, sem er gegnvætt með sykri, vaxa sveppþræðirnir inn í blaðið gegnum varaopin, — þeir eru sykurleitnir. Á hinn bóginn eru þeir sýru- og vínandafælnir. Við tilraunir má einnig nota götótta glimmerþynnu, sem er lögð ofan á upplausnina, sem gera verður þá þétta í sér (með „gelatíni"). 8. Snertihreyfingar. Gripþræðir og stönglar vafningsjurta og fleiri plöntuhlutar eru næmir fyrir snertingu. En það er ekki sama, hvernig snertingin er. Rigning t. d. hefir engin áhrif. Það þarf að vera um núning að ræða. Snertingin þarf að vera breyti- leg, svo að þrýstingin á tveim nábúahlutum þráðarins sé misjöfn. Flestir þekkja umfeðming og baunagras. Báðar þessar jurtir nota gripþræðina til þess að grípa um plöntur, sem hjá þeim vaxa,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.