Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 8

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 8
H6 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Hiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii n iniiiiiiiiniiiiiiii iii iiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiii iii 1111111111111111111111111111111 látið leika um kímræturnar, þá beygist rótaroddurinn á móti straumnum. Rótin beygist á sama hátt, þótt oddurinn sé tekinn af. Tilfinningin er því ekki sérstaklega bundin við rótaroddinn. 6. Rakahreyfingar. Ýmsir plöntuhlutar eru rakanæmir. Gró- frumur myglusveppanna forðast rakan jarðveg eða votan hlut, ef hann er látinn nálægt þeim. Jurtarætur eru vatnsleitnar, og forðast þurrt umhverfi. Þetta má sýna með einfaldri tilraun. Plantan er látin vaxa í röku sagi í grunnum bauk með vírnets- botni. Rótaroddurinn vex niður um botninn. Loftrakinn er mis- jafn og rótaroddurinn vex aftur inn í raka sagið í bauknum. En þar eð hann er jarðleitinn, eins og skýrt er frá í kaflanum um þyngdarhreyfingar, þá vex hann brátt niður úr botninum aftur, síðan inn í sagið á ný og svo koll af kolli. Líka má rækta plönt- una í mjóum kassa og gæta þess vandlega að vökva moldina að- eins öðrum megin við plöntuna. Rakanæmið er í rótaroddinum, því að þótt votum silkipappír sé vafið um rótina, að bláoddinum undanteknum, þá hreyfir rótin sig á sama hátt og áður. 7. Efnahreyfingar. Loftkennd efni og sundurleyst örva oft hreyfingar hjá plöntunum. Um áhrif efna á sjálfhreyfilegar plöntur er áður talað lítillega. Bakteríur í vatnsdropa breiða nokkurnveginn jafnt úr sér um allan vökvann. Ef við nú stingum hármjórri pípu, sem gott næringarefni, t. d. sykur, er uppleyst í, niður í dropann, þá nálgast bakteríurnar brátt pípuna, þær eru sykurleitnar. Mosafrjó eru líka sykurleitin. Samdrátturinn milli eggfrumanna og sáðfrumanna er og líklega efnahreyfing. Efna- næmi finnst líka hjá mörgum jarðföstum plöntum, t. d. sveppa- þráðum (og frjópípum). Sé sveppgróum sáð á jurtablað, sem er gegnvætt með sykri, vaxa sveppþræðirnir inn í blaðið gegnum varaopin, — þeir eru sykurleitnir. Á hinn bóginn eru þeir sýru- og vínandafælnir. Við tilraunir má einnig nota götótta glimmerþynnu, sem er lögð ofan á upplausnina, sem gera verður þá þétta í sér (með „gelatíni"). 8. Snertihreyfingar. Gripþræðir og stönglar vafningsjurta og fleiri plöntuhlutar eru næmir fyrir snertingu. En það er ekki sama, hvernig snertingin er. Rigning t. d. hefir engin áhrif. Það þarf að vera um núning að ræða. Snertingin þarf að vera breyti- leg, svo að þrýstingin á tveim nábúahlutum þráðarins sé misjöfn. Flestir þekkja umfeðming og baunagras. Báðar þessar jurtir nota gripþræðina til þess að grípa um plöntur, sem hjá þeim vaxa,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.